Top Social

Sófaborð málað með Grain sack og pínuslettu af scloss

October 3, 2016

Ég ætla að sýna ykkur gamalkunnugt húsgagn sem var hér á vinnustofuni hjá mér, en stoppaði frekar stutt við, var í raun selt áður en ég náði að stilla þvi upp og mynda það almennilega...
 núna hefur borðið það bara gott í notalegum sumarbústað uppí sveit.
Hér koma koma því bara mynir af borðinu á vinnustofuni, meðan það beið eftir að vera sótt af nýjum eigendum.



Mörg ykkar hafið séð það áður hér á blogginu en borðið kom frá foreldrum mínum og var lengi í stofunni hjá mér, fór í gegnum nokkrar breytingar á fyrstu árum bloggsins, ég td málaði það hvítt fyrir mörgum árum og borðplatan var fyrst ekki máluð svo máluð og svo aftur bara viðurinn, en fyrir rúmu ári vék það svo til hliðar og hefur bara beðið í geymslu eftir að verið tekið í gegn.
og hefur nú loks fengið smá athygli aftur.


Hér eru mydir af borðiu í gegnum árin, fyrst orgilan viðarborð svo  rúllað með hvítri málningu og loks núna  var allt hreinsað af og byrjað uppá nýtt...


Mér fanst klæða það ágætlega að vera hvítt með viðarborðplötu en fanst áferðin alveg skelfileg hjá mér. Ég tók mikið af  gömlu málninguni af aftur þó það væri alls ekki nauðsynleg, ég hefði líka getað málað yfir gömlu málninguna, en ég vildi hafa berann viðinn að mestu leiti til að leika mér með.
og að sjálfsögðu fékk það Mms milk paint ást og umhyggju.
Núna er áferðin mun fallegri og liturinn aðeins gráleitur og borðplatan bara lítilega hvíttuð með hvítu vaxi


 Ég valdi gráhvíta litinn Grain sack á borðið og skellti smá Scloss á höldurnar.
Litina sjáið þið saman á litaprufunum, finst þeir tóna rosalega vel við eikarborðplötuna


Grain sack er hvítur litur með gráum tón, mér finst hann einstaklega heillandi hvítur... pínu gamall og eins og skuggi liggi yfir honum.

Með ýmsum ráðum fékk ég þetta gamla útlit á höldurnar, byrjaði á þvi að setja bíflugnavax á valda staði svo málningin myndi ekki binda sig við þau svæði, málaði þær og þurkaði með hitablásara til að fá frekar grófa og sprungna áferð og loks setti ég smá antik vax yfir.
Hafði gordjöss höldur sem ég keypti í ameríku til fyrirmyndar... svona vintage málaðar.
og finst það hafa tekist nokkuð vel til.

finst þær ægilegir töffarar svona.





Bakkinn er líka málaður með gráa litnum Scloss, eftir eina umferð af dökkbrúna litnum Curio...
plönturnar komu heim með mér frá Glitbrá einn daginn.... hentugt að hafa blómabúð í nágrenninu.
Því allt verðru fallegra með smá pottaplöntu.




Ég er ótrúlega ánægð með borðið í dag, finst það fallegt í öllum smáatriðum, áferðin, litatónarnnir og það er svo mátulega eytt og sjúskað. 
Mér er nefnilega voðan annt um borðið og gott að vita að að  sé komið á góðann stað og vel metið. 





ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature