Top Social

Gömul kommóða fær gamlann sjarma með Marsipan, Bergere og antík vaxi

October 11, 2016
Fyrir stuttu kíkti ég uppí Kompu.... lókal nýtjamarkaðinn okkar
og fann þar þessa krúttlegu litlu kommóðu sem hafði verið máluð oftar en einu sinni sýndist mér, var meira að segja með máluð handa og fótarför á borðplötuna.




Ég ákvað að ég vildi fá nákvæmlega þannig fíling.....
margmálað, gamalt og nýdregið-ofan-af-háaloftinu útlit


Svo þessi gamli sjarmur fékk umhyggju og strokur með tveimur litum: Marsipan og Bergere og pússuð til svo gamla málningin skín rétt í gegn á hornum og brúnum. 




Gömlu höldurnar voru allar á honum ennþá og mér finst þær algjört æði.... 


Málninguna lét ég springa aðeins, vaxbar hana alla og gaf henni svo enn eldra útlit með antík vaxi í lokin sem dregur enn betur fram sprungurnar í málninguni.




Sjarmurinn gamli var svo krúttaður upp með nýju og flottu dóti, sem ég stóðst ekki í uppáhalds búðinni minn Glitbra,







mér finst þessar tréstyttur af ugluni og fuglinum, sem minna á pappírsfígúrur, algjör snilld.
og sjáið hvað sprungurnar í málninguni gefa kommóðuni mikinn sjarma.

Svo krúttlegur gömall og sætur lítill sjarmur.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature