Top Social

Jólainnlit hér heima

December 19, 2013

 Heimilið mitt er nú óðum að komast í jólabúning,
alla aðventuna er ég að skreyta, bæta við og breyta, en jólatréð fór upp á mánudaginn svo nú telst heimilið skreytt og fallegur jólasnjórinn sér svo alfarið um útiskreytingarnar.


Jólakreytingarnar hjá mér eru frekar einfaldar og látlausar, ég held mig við minn  sveitastíl og leifi jólaskreytingunum að falla inní umhverfið að mestu leiti svo ég fái nú ekki leið á þeim, þó stendur jólatréð upp úr eins og upplýst djásn, glitrandi og fallegt.
Áhrifin eru mikið til fengin frá skandinavísku bloggvinkonum mínum, Hvítt og brúnt er mest áberandi en svo er dass af gylltu og rauðu að finna hér og þar, pínu glamúr og hátíðlegt með heimagerða kreppuskrautinu.

Í forstofunni hanga skautarnir og minna á það þegar farið var útá götu að skauta í minni barnæsku, þurftum nú ekki einu sinni tjörn í þá daga.
Gamla þríhjólið sem ég fann í Góða hirðinum virkar bara jóló svona rautt og retro, í glugganum er svo lítið grenitré með samansafni af gömlum og litríkum jólakúlum.



Gamli sjólvarpskápurinn er góður til að hengja jólakort og myndir á og með tímanum verður hann æ litríkari og jólalegri, svo að á skápinn er raðað kertastjökum og öðru í hlutlausum litum svo kortin verða miðpunkturinn og njóta sín vel.

Pappírs frostrósirnar blakta fallega í litla gaflglugganum, (sjá munstur og leiðbeiningar hér)  ég er svo ánægð með að rauða húsið við hliðina gefur glugganum enn jólalegri brag.

Óróarnir, jólastjarnan og glærar ljósaséríur er svo algjörlega ómissandi í stofugluggana.


þetta sæta litla par býr í aðventukransinum á stofuborðinu.

Mér var að berast þessi  fallega  kaffi eða súkkulaðikanna sem ég fúslega tók að mér og er svo innilega velkomin hingað heim.
Gestum er svo að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í fallegum bollum og súkkulaði með.


Á jólatrénu, sem er frekar gamalt gerfitré, er samansafn af gersemum sem ég hef safnað mér í gegnum árin, sumt er frá fyrstu jólunum í mínum búskap og annað nýrra.
Litla hvíta kramarhúsið er bara gert úr minnigerðinni af pappírsblúndu og hengt upp með silkiborða.


Í borðstofunni er búið að dekka upp fyrir matarboð, 
látlaust og jólalegt borð á aðventunni. 




Fleyri frostrósir, birkigrein úr Skóginum hans pabba í Skorradalnum og enn fleyri kertastjakar prýða borðstofuna


Sveitaleg jólastemning komin í eldhúsið,


Epla og kanil skreytingin er aftur komin í gamla kökuforminu hennar ömmu og situr á eldhúsborðinu, einfalt og fallegt og svo ókaplega eldhúslegt.

Gömlu íslensku jólasveinarnir setjast að í eldhúsglugganum eins og fyrri árin... sumt bara á sinn stað á heimilinu um hver jól.



Pínulítil jólastemning læðist þarna inná milli í elshúsinu

og svona var nú jólaskreytingin á pallinum fyrr í vikunni
Svo hvítt og fallegt um að lítast síðustu helgi, 
núna vonast ég bara eftir meiri snjó
Epli og könglar í fötu við útidyrnar... 
það þarf nú ekki mikið til að gera jólalegt.




Kvikmyndastjarnan Frosti tekur á móti gestum og þakkar ykkur komuna,
í dag er hann að vísu búin að tína nefinu sínu greyið en með áframhaldandi frosti og snjó, verður hann vonandi enn með okkur um jólin.


Hvernig líst ykkur svo á að skoða borðið betur í næsta pósti?
Þakka ykkur innilega fyrir innlitið
kveðja
Stína Sæm


11 comments on "Jólainnlit hér heima"
  1. Dásamlega fallegt heimilið þitt :)
    Gleðilega hátíð!

    kv. Bogga

    ReplyDelete
  2. Svo fallegt og hátíðlegt hjá ykkur!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  3. Dýrðarinnar dásemdin sem þú ert elsku Stína sem og allt það sem þú snertir <3

    ReplyDelete
  4. Svo yndislega fallegt hjá þér, jólalegt og kósý <3 Fer alveg að koma í heimsókn til að láta fara vel um mig þarna í fallegu stofunni þinni !

    ReplyDelete
  5. svo fallegt hjá þér og kósý :)

    ReplyDelete
  6. Dásamlega jólalegt og fallegt hjá þér Stína mín, takk fyrir að deila þessari dýrð allri með okkur!

    Með norðanknúsi,

    Kikka

    ReplyDelete
  7. Svo ægilega kósý og sætt hjá þér...rosalega er ég skotin í silfurskálinni með eplunum í, við hliðina á kökudisknum með glerlokinu...:) Gleðilega hátíð til þín og fjölskyldunnar..jólakveðja frá Danmark..:)

    ReplyDelete
  8. Yndisleg stemming hjá þér :) Er alveg til í fá að skoða borðið nánar :)

    ReplyDelete
  9. Dásamlegt húsið þitt Stína mín og allt orðið svo jólalegt og fallegt hjá þér mann langar bara að banka uppá

    ReplyDelete
  10. Vá hvað allt er fallegt og fínt hjá ykkur, virkilega jólalegt og fallegt.
    Kveðja, Margrét
    Ps. Takk fyrir samveruna á jólahlaðborðinu, þó ómögulegt hafi verið að tala saman ;)

    ReplyDelete
  11. Very pretty. Love the lighted star in the window. Cute snowman. Your house is lovely. I hope you have a blessed and Merry Christmas.

    Erika

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature