Top Social

2. sunnudagur í aðventu

December 8, 2013


Nú kveikjum við á öðru kerti á aðventukransinum,
ég gerði kransinn ekki fyrr en sunnudagskvöldið síðasta svo ég setti ekki inn neinar myndir þegar ég tendraði fyrsta kertið.
Aðventukransinn  tók að vísu fremur óvænta stefnu, mig langaði að gera mosa krans skreyttann með blúndum og dúlleríi en átti ekki nog af mosa svo ég dró framm gamla grófa birkikransinn minn og skellti mosanum bara hér og þar eins og greinarnir séu mosavaxnar og þar með var stefnan tekin á gróft og nátturulegt þessi jól. 



Svona spretta svo könglar upp út um allt hús. 

Varð að smella einni af hundinum í leiðinni, sem fylgdist vel með myndatökunni.
æji Þessi elska verður nú að fá sína athygli líka.


Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

2 comments on "2. sunnudagur í aðventu"
  1. Ofboðslega er þetta fallegur aðventukrans hjá þér, kemur vel út að hafa tvær gerðir af kertum :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já takk fyrir það, kransinn er svo grófur og óreglulegur að það var ekki hægt að hafa kertin bein og jöfn svo þetta var lausnin... eins og ég segji þá tók hann bara óvænta stefnu ;)
      Takk fyfir komuna Guðný Pálina og gleðilega aðventu

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature