Top Social

á persónulegri nótunum.

May 25, 2013
Jæja nú dregur  aldeilis til tíðinda í litla kotinu, því nú er ömmutitillinn loks í sjónmáli,
en sonur minn og kærasta eiga von á barni í lok ársins.
og þar með verða til fjögur sett af ömmum og öfum,
en unga parið eiga bæði tvö sett af foreldi og stjúpforeldri.
Jebb þetta verður aldeilis mikið knúsað kríli.

í lok þriðja mánaðar kom svo að því að tilkynna tíðindin á facebokk, 
þetta er stórt atriði í dag og mikið mál að geta tilkynnt áður en allir vita (nema nánustu að sjálfsögðu)
svo tengdadóttirin bað mig um að taka mynd af því sem hafði þegar tínst til, svo hægt væri að byrta mynd með tilkynningunni. 


og að sjálfsögðu brást hin ofurspennta tilvonandi amma vel við, 
og sýndi mikinn skilning á því hversu mikið atriði tilkynningin er á netmiðlunum,
og eiginlega fór ég frammúr tengdadóttirinni í þessari myndatöku og lagfæringu á myndunum eins og mér einni er lagið, 
svo mér finst vel við hæfi að deila myndunum með ykkur hér inni.


Ég dró framm sæta tösku (sem venjulega geymir dúkkufötin í kofanum)
og við röðuðum í hana því sem þegar hafði tínst til fyrir litla nýskapaða krílið, 
og það var ekkert bara eitt sokkapar....
ónei!!!
(þið munið, fyrsta barn og ömmubarn og allt það ;))


Ég td stóðst ekki þennann litla kanínubangsa með teppið í fanginu í minni fyrstu búðarferð eftir fréttirnar góðu, (pissuprófið og sónarmyndin fylgdu ekki með) 
finst það allra nauðsynlega þá vera komið, hlýtt teppi og pangsi til að kúra með, 
ekki satt?

Í töskunni voru svo samfellur, galli og fl pínulítið frá einni lang-ömmuni og afanum sem voru að koma frá Amó og húfa og sokkapör frá systir minni sem var líka að koma að utan...


hin amman dró framm þetta fallega heimferðarsett sem verðandi móðirinn klæddist sjálf sem ungabarn,
og svo er þarna fallegt garn og prjónar sem ég dustaði rykið af.
 Svo ég hef verið upptekin við handavinnu síðustu vikuna og fallegur galli farin að myndast á prjónunum, (sem þarna er bara á fyrstu lykkjunum)

Skelli svo þessari með til gamans:


Hér er svo myndarlegi sonur minn með kærustunni 
og svo sónarmynd af litla krílinu, tekin í lok 13. viku.
Fyrsta fjölskyldumyndin kanski?


Já þetta er dásamlegt líf ,
innileg kveðja 
 Stína amma


6 comments on "á persónulegri nótunum."
  1. Jiii....yndislegar fréttir, til hamingju amma Stína (btw...amma mín var kölluð amma Stína :-))

    Æðisleg taskan :-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Kristín mín.
      mér finst amma Stína hljómar undurvel :)
      Ég átti einmitt ömmu líka sem hét Kristín og var kölluð Stína Sæm ;) en svo höfum við hinsvegar alltaf talað um hana sem ömmu Kristínu.
      og já töskuna keypti ég notaða í einhverjum nytjamarkaði, en hún er frá systrunum grene, finst hún æði :)

      Delete
  2. Yndilegt alveg, og spennandi tímar framundan og eðal flottur titill, amma Stína :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. ohjá finst þetta svo spennandi og yndislegt.
      Nú er aldeilis gott að hafa nælt í sæta rúmið fékk fréttirnar rétt eftir að rúmið kom í hús ;)

      Delete
  3. Til hamingju með væntanlegt hlutverk Stína! En frábært :) Og myndirnar eru æðislegar :)

    ReplyDelete
  4. Innniegar hamingjuóskir! og æðislegar myndir :-)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature