Top Social

sólarblogg

June 3, 2012

Það fór ekki illa um mig í morgun þegar ég vaknaði og fór beint út í sólina með kaffibollann og skyrið mitt...

en sólin skín á morgnana við  kofann(bakhliðin á kofanum er inná pallinum, voða krúttlegt og sætt)  og þar skellti ég plaststólum og borði þar sem er svoo nauðsynlegt að geta sest með morgunkaffið ..

Svo datt mér í hug að fara út með tölvuna og ath hvort ég gæti séð nógu vel á hana til að gera eina litla sólarbloggfærslu, svo ef myndirnar eru ekki nógu vel valdar eða illa unnar, þá er það af því að ég bara sá ekki betur,  enda sá ég eiginlega ekkert annað en sjálfa mig speglast í skjánum :/ en ég veit amk núna að ég get reddað mér hér úti svo bloggið liggi ekki alveg niðri á svona dögum.
og deilt með ykkur því hvernig ég hreiðra um mig hér heima í sólinni.

Hér eru myndir sem ég tók í gær, en eins og ég sagði frá þá hef ég verið að draga heim enn fleiri vörubretti og í þetta sinn til að setja þau út á pall, 



 með púðum og pullum virkar þetta sem fínasti sólbekkur eða sófi,  og það besta er að þar sem spáin var svo góð að þá skildi ég alla púða og dúlleri bara eftir úti í gær svo það var allt klárt þegar ég kom út í morgun, nema að þetta er í skugga þar til um hádegi. 

Það er sólarparadís hér á ymsum stöðum á mismunandi tímum dagsins svo ég bý um okkur og geri aðstöðu hér og þar eftir því hvað klukkan slær.svo ég á pottþétt eftir að gera mun fleyri sólarpósta á næstunni. 

Nú ætla ég að forða tölvugreyinu inn úr hitanum og fara að ditta smá að hér heima, er með blómapotta og fleyra sem þarf að mála og blóm sem þarf að planta.
Svo er þetta spurning hvort ég ætla að bæsa trékassana og vörubrettin eða bara leifa því að veðrast hér úti.. kemur í ljós.


Hafið það súper gott í sólarblíðunni hér heima, svona á þetta að vera á morgun líka en svo fær gróðurinn sína rigningu.
Notið sólina vel, munið vörnina og drekkið nóg, þá erum við í góðum málum.
Stína Sæm


9 comments on "sólarblogg"
  1. flottur sólbekkurinn, brettin, med sætum púðum og dúlleríi, kósý hjá þér..;=)

    ReplyDelete
  2. Hvar fékstu sumarsæta kaffibrúsann? Hann er ofursætur

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl dagny og takk fyrir að kikja við.
      Ég fékk brúsann notaðann fyrir nokkru síðan, en minnir að þeir hafi verið til í tiger þá. en er alls ekki viss. Hann var nú alltaf frekar einmanna hérna, svona rauður og rósóttur, en þegar ég fékk bollann og skálina þá smullu þau svona vel saman.
      kv Stína

      Delete
  3. OMG hvað þetta er fallegt hjá þér! Alveg elska þessi bretti, púðar, teppi og dúllerí bara flott :) Vildi óska þess að ég ætti pall!

    ReplyDelete
  4. Svo kósý og flott hjá þér! Þarf sko að kíkja á pallinn til ykkar fljótt;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  5. þakka ykkur fyrir dömur. Það er voða gaman að gera svona kósý á svona einfaldann hátt. og svo er ég með svalir sem ég á eftir að gera huggó líka, þar koma kanski hugmyndir sem ættu að henta þeim sem hafa ekki mikið pláss.
    Þakka ykkur öllum sem gefið ykkur tíma til að skrifa skilaboð... það er svo endalaust gaman að heyra í ykkur.

    kveðja og knús
    Stína

    ReplyDelete
  6. Algjör snilld þessi vörubretti á pallinum og bara ótrúlega kósí hjá þér :-)

    sólarkveðja úr Mosó
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  7. Vá, en notalegt og fallegt. Njóttu þess!

    ReplyDelete
  8. Sumarlegt og dásamlega flott í alla staði, snilldarhugmynd hjá þér með brettin :)

    Kær kveðja úr rigningunni fyrir norðan...

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature