Top Social

í morgunsólinni

June 11, 2012
 um helgina var blásið til veislu í Ikea...
og það þýðir að dúndur tilboð voru á hinu og þessu og meðal annars voru stólar, sem ég hef verið að renna hýru auga til, á spottprís.
Svo Gunni minn renndi í höfuðborgina til að redda konunni nýjum og fínum stól fyrir morgunhornið á pallinum.. og auðvitað fékk hann líka einn stól. 

svo núna eru tveir nýjir og kósý stólar á pallinum, upp við kofann  þar sem sólin skín á morgnana.

Svona stólar sem notalegt er að sitja í og lesa blöðin með kaffibollann á arminum.




bakkaborðið mitt fær að vera úti í svona góðu veðri.. hleyp svo með það inn á kvöldin ásamt fleyru, eftir þvi hvernig spáin er.



og þessi myndarlegi töffari er aldrey langt undan, þegar ég sit úti.. þó hann leiti nú oftast í skugga greyið.

Stína Sæm


7 comments on "í morgunsólinni"
  1. Æðislegir nýju stólarnir! Það á sko eftir að fara vel um ykkur í þeim;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Vá til lukku með nýju stólana - og bara allt þarna, allt æðislegt!!

    ReplyDelete
  3. ohh frábært að eiga svona horn þar sem það er alltaf sól :)

    ReplyDelete
  4. nauuu flottir stólar, ég hef ekki séð þessa áður. rosalega töff og það er svo flottur hjá þér pallurinn, get alveg ímyndað mér að það sé kósí að sitja þarna í horninu hjá þér.

    ReplyDelete
  5. já pallurinn er það stór að það er alltaf sól á einhverjum hluta hans á öllum tímum dagsins, svo ég er með morgun horn, hádegis, og svo aðalsvæðið þar sem sólin er restina af deginum, og þá sit ég á móti nýju stólunum og dáist að þeim ;) hehe
    Takk innilega fyrir að kikja og kommenta, þið eruð æði :)

    ReplyDelete
  6. Gordjöss alveg :) Þessir eru dásemd, búin að horfa löngunaraugum á þá í lengri í tíma!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þeir eru á helmingafslætti núna í ikea, og er alveg hrikalega ánægð með þá.

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature