Top Social

á hátíðarborðinu

June 19, 2012
Á 17 júni er orðin hefð fyrir því að ég sé með opið hús og fólk kemur við hér á leið í og úr skrúðgarðinum og fær sér kaffisopa.
Í þetta sinn var ég þó að koma með flugi um miðjan dag svo  allir komu með veitingar með sér  og bóndinn sá um allann annann undirbúning, ég mætti bara í drekkhlaðið hlaðborð hér heima hjá mér.

þetta snilldar skillti með uppáhalds borðbæninni minni kom heim með mér og var að sjálfsögðu skellt á mitt hlaðborðið....
miðað við afgangana sem ég var skilin eftir með varð ég þó varla bænheyrð í þetta sinn.
En ég notaði þá bara rólegheitin í gær til þess að taka myndir af  17 júni afgöngunum og skiltinu góða um leið og ég fann stað fyrir eitt og annað sem kom með mér heim.

 Póstúlins brettið sem sést þarna á bakvið hnífapörin í kassanum, kom líka með mér heim en ég keypti  það hjá Kremmerhuset, og það verður eflaust mikið notað á þessu heimili og þá ekki bara upp á punt.

En mér finst alltaf gaman að geta bætt við nýjum hlutum til að bera framm matinn, hvort sem það er eithvað nýtt eða notað. 


Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature