Top Social

á snúrunni minni

May 4, 2011
 Ég notaði daginn í gær í að  þvo þvott og hengdi sængurföt og dúka út á snúru, viðraði sængur, rúmteppi og púða á svölunum og hafði húsið opið upp á gátt, svo að hreinnt loft lék um heimilið.

Ég passaði að sjálfsögðu uppá að henga þvottinn út efitr kúnstarinnar reglum, eins og mamma kenndi mér
 (þó þvotturinn minn hangi upp við húsvegg, inná pallinum)

Enda veit það hver húsmóðir sem á kvennaskólagengna móðir nú eða ömmu, að þvottinn verður að raða eftir settum reglum:
handklæði og rúmföt skulu hengd út í stærðarröð,

maður hengir paraða sokka saman ,ekki misstóra saman og í sitt hvorum lit....raða fallega á snúruna ;-)
EKKI hengja út nærbuxur (nema af börnum...) 

Það á nefnilega að vera afslappandi og fallegt að horfa á fallegann þvottinn blakta  í vindinum :)








já ég naut þess svo sannarlega að horfa á þvottin minn blakta fallega á snúrunni og veit fyrir víst að ég er ekki ein um að njóta þess.


Hamingjan felst í því að sjá fegurðina í því hversdagslega í lífinu.



Takk fyrir innlitið og endilega skrifið undir, það er alltaf jafn gaman að sjá comment.
Ekki er verra ef þið hafið reynslu af þvottasnúru reglum, eins og unga konan sem hengdi út þvott hjá tengdamóðir sinni og vandaði vinnuna vel, en raðaði ekki þvottinum eftir réttu stærðarröðinni svo tendamóðirinn planaði að fá sér skilti sem léti nágranna vita þegar það vark verk tengdótturinnar að hengja út og gerði mikið grín að.



Njótið dagsins, ég ætla svo sannarlega að gera það.
sumarkveðja;
8 comments on "á snúrunni minni"
  1. Flottar Myndir Stína :-)

    ReplyDelete
  2. Great pics! Thanks for stopping by Beach Cottage Good Life Wednesdays :)

    ReplyDelete
  3. Leyfði mér að setja eina myndina þína á desktoppið mitt, svo ég muni eftir því að sumarið er komið í hvert sinn sem ég sest við lokaverkefnið mitt!
    Falleg síða hjá þér.

    Námskona í sveitinni

    ReplyDelete
  4. Það er alveg satt, það er einhver nostalgía yfir nýþvegnum. velupphengdum HVÍTUM þvotti á snúrum.
    Sumar,sól og einhver slökun.
    Ég þekki bara einn sem hengir út eftir stærð og það er hann afi minn!
    Hann endurraðar reyndar líka í uppþvottavélina og eldhússkápana eftir aðra hafi hver hlutur ekki verið settur nákvæmlega eftir bókinni. Krúttlegt finnst mér, sérstaklega þar sem hann er jú karlmaður !
    Flottar myndir sem fá mann til að dreyma um kyrrð og fallega sumardaga. Þú býrð greinilea líka í fallegu húsi. Væri sko til í það. Ég fæ bara að horfa á falleg hús út um gluggann.
    kveðja Dagný

    ReplyDelete
  5. Þú ert nátturlega bara æðisleg - stolt að eiga þig fyrir systir elskan.
    Kv Stórasta systir þín

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir að kikja á mig stóra mín;)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature