Top Social

á nýja vinnustaðnum

May 18, 2011
Ég var að byrja í nýrri vinnu, þar sem ég er húsfrúin á nýju og flottu kaffihúsi í Kvikunni í Grindavík.
Þar eru syningarnar Jarðorkan og Saltfisksetur Íslands,sem er frábær sýning um saltfiskverkun á Íslandi, og auðvitað samansafn af augnkonfekti fyrir konu sem er veik fyrir öllu sem er gamalt og ryðgað.

Já lífið er saltfiskur sagði einhver.

ég var með myndavelina í veskinu svo ég ákvað að smella af nokkum myndum...

... af skóm (hefði ekki viljað vinna í fiski í þessum, en væri til í að eiga þá upp á punt)

 ...af þoski í hjólbörum.... vá hvað ég væri til í að eiga þessar.

fullt af ryðguðu og gömlu dóti.

þarna er verkfæri sem ég hef oft notað á mínum fiskvinnuferli en finst það virka ævafornt þarna... hvað er ég þá?

Einsog við seum komin nokkuð mörg ár aftur í tímann.


extra superior - with head

saltfiskþurkun, utandyra í kjól og með svuntu brrrrr






já ekki amalegt vinnu umhverfi er það?



sjáumst við höfnina í sumar.
En þar til.. hafið það sem allra best
4 comments on "á nýja vinnustaðnum"
  1. Kláraðu mig ekki systir góð :-)

    ReplyDelete
  2. Æðislegar myndir! Við þurfum endilega að kíkja á þig!

    KV.Hjördís

    ReplyDelete
  3. til hamingju með nýju vinnuna lítur út fyrir að vera mjög spennandi kveðja Adda

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature