Top Social

Lítið Borð Fær nýtt Útlit í Sumarbústaðnum á Þingvöllum

August 13, 2016

Held það sé löngu orðið tímabært að sýna ykkur fleiri verkefni úr bústaðnum á Þingvöllum,
Þetta verkefni er frá því við systurnar fórum í vinnuferð á þingvelli í Mai og græuðum sumarbústaðinn þeirra fyrir sumarið, 

Við höfum nú þegar skoðað stofuna og eldhúsið,
 sem er í raun viðbygging við gamla bústaðinn.



Núna ætlum við  aðeins að kíkja frammá gang,
 í gamla hlutann.


Í forstofuni rétt við innganginn í bústaðinn, er þetta fallega furuborð sem okkur langaði til að poppa pínu upp, 


eins og sést hér, var þarna líka furuskápur sem var að fá smá málningnar meðferð og þar varð fyrir valinu að mála hann í þremur, mildum, rómantískum litum sem passa vel í svefnherbegið


En litla borðið var tekið út og pússað aðeins.. og þá sérstaklega borðplatan, en kosturinn við svona viðarhúsgögn að það er svo auðvelt að pússa borðplötuna niður ef það er farið að láta á sjá og byrja með nýja plötu.
athugið að þetta var í mai, veðrið var æðislegt þessa helgi en gróðurinn enn í dvala, sumarið frammundan og spennandi að sjá hverngi allt ætti eftir að verða.


Ég var að mála með svartri jólkurmálningu eða milk paint svo borðinu var bara kipt inní stofu og haldið áfram að mála með þessum æðislega svarta lit, sem kallast Typewryter

Eins og sést voru nokkur verkefni í gangi,
 eins og td sófaborðið sem við skoðuðu fyrir og eftir hér
og litlar hilllur....

......sem núna eru inni á baði.
eftir að borðið var málað bar ég á það Hepolíu sem bæði ver málninguna og nærir viðinn líka,
og svo verður liturinn mun dýpri og svartari eftir að olían er komin á.

hér er borðið komið á sinn stað aftur


spörfuglinn sestur að og sáttur við sinn nýja stað.


Sjáið hvað viðurinn nýtur sín vel í gegnum málninguna, en milk paint er alveg sérstaklega góð á svona viðarhúsgögn því hún smígur inn í viðinn og mun hvorki flagna né eyðast með tímanum og allar æðar og karakter í viðnum sést og nýtur sín áfram.


og hér eru svo aðrar myndir af ganginum, drottinn blessi heimilið mynd með burstabæ og rollum á vel við og á einum veggnum hangið gamli bast "bankarinn" hennar mömmu, eins og ég kallaði hann alltaf, sem var ansi ofti notaður heima þegar var verið að viðra rúmföt og mottur.


Borðið tekur vel á móti þér við innganginn  í bústaðnum, og ekki hægt annað en einfaldlega að njóta bara  dvalarinnar.


og það hefur svo sannarlega verið gert í sumar.



 Hér eru aðrir bloggpóstar frá bústaðnum:

Takk fyrir innlitið
Kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
4 comments on "Lítið Borð Fær nýtt Útlit í Sumarbústaðnum á Þingvöllum "
  1. Replies
    1. já og bara í næsta nágrenni við fallega hótelið þitt. ótrúlega falleg náttúra alveg elsk aþetta svæði

      Delete
  2. Jedúdda.....þvílík fegurð ! Flott borðið :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk fyrir það Kristín, þetta er svo ósköp krúttlegt og sætt borð

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature