Top Social

Svart og töff á pallinn... Garðborð og stólar fær alveg nýtt og töff útlit

August 6, 2016

Mig langar að deila með ykkur verkefni frá duglegum mjólkurmálara.... 
getum við ekki kallað okkur það?
Við sem málum með mjólkurmálningu!
jæja sjáum til með það....

Hún Magga Lilja kom á allra fyrsta milk paint námsekiðið sem ég hélt hér á vinnustofuni, sem var svona prufu námskeið í góðum hóp  og hún hefur verið dugleg að mála með mjólkurmálningu síðan.
svo það er einstaklega gaman að deila þessu verkefni hennar með ykkur,




en  í gær sá ég mynd hjá henni af garðborðinu hennar og stólunum eftir ótrúlega breytingu.
þar sem  henni fanst borðið og stólarnir ekki alveg passa við heldarmyndina á  pallinum áður 
Svoooo.....


Hún notaði Typewriter, sem er svarti liturinn í línunni hjá okkur 
blandaði duftið með mjólkurfroðara sem er smilldar verkfæri til að fá jafna og góða blöndu
og svo er bara að skella sér í verkið.


það var orðið frekar mikið þreytt og veðrað. en ómæ hvað þetta er þó geggjuð áferð svona veðruð og þreytt...
En ekki svo mjög gott fyrir blessað borðið og vel kominn tími á breytingu.


Fyrst renndi hún létt yfir allt með juðara til að fjarlægja alla gamla lausa málningu.
og þá er ekkert eftir annað en að byrja að mála,


en viðurinn svona hrár er alveg tilvalinn til að mála með mjólkurmálningu,
 því þá tekur hann svo vel við málninguni 
og hreinlega drekkur hana í sig, 
sem á ekki eins vel við um nýolíuborin og vel varin húsgögn. 


Svo á eftir bar hún olíu yfir allt saman til að næra og verja bæði viðinn og málninguna,
en við erum með olíu sem er sérstaklega ætluð til að þola það álag sem fylgir því að standa úti og verja milk paint fyrir veðri og vindum.


og hér er settið komið með nýtt útlit,
 og ómæ hvað mér finst þetta flott 
og passa vel við gráann pallinn og svarta sófasettið.
Nú er bara að draga framm pullurnar í sófann, 
tendra upp í grillinu og njóta


Takk elsku Magga Lilja fyrir að senda mér þessar myndir :)


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature