Top Social

Snyrtiborð Fær Nýtt Útlit með Milk Paint Typewriter og Hamp Olíu

February 17, 2017


Þetta stórglæsilega snyrtiborð sem núna prýðir herbergið hjá systurdóttur minni, málaði ég milli jóla og nýars og er nú loks orðið að bloggpósti til að deila með ykkur.... 

en þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og velhepnað verkefni og til óvenju margar myndir af verkefninu sjálfu til að gera bloggpóst úr.


Snyrtiborðið var algjör draumur..... alveg dásamlega fallegt.
Var fyrsta afmælisgjöfin til systur minnar frá eiginmanninum og hafði verið mikið djásn, en var komið í geymslu og við búnar að tala um að mála það allt síðasta ár með það í huga að dóttirin fengi það í sitt herbergi. Loks var borðið dregið út úr geymsluni og.....  óboy hvað mig var búið að hlakka til að mála það og það var bara enn fallegra en mig minnti.
Ég blandaði smá af Typewriter og meðan málningin fékk að standa í 10 mín var borðið pússað aðeins niður, húsbóndinn var með juðarann á lofti og við renndum yfir það allt... við það verður viðurinn berari og hreinni og þá drekkur hann málninguna í sig og áferðin verður svo dásamlega fallegt.
Svo vara bara að byrja að mála. 
Á myndunum hér að neðan sjáið þið hvað Typewriter er svartur meðan málningin er blaut en verður svo alveg kolagrár og áferðin þurr og mött þegar hann þornar.....


Svo pússaði ég létt yfir málninguna með alveg fínum sandpappír til að slétta málninguna svo áferðin verður alveg slétt og mjúk og til að fá slitfletina smá snjáða og sjúskaða


Eins og þið sjáið er málningin alveg grá og ekkert lík því sem við venjulega sjáum á myndum af  verkefnum með Typewriter....


Hér er ég aðeins byrjuð að bera olíu á skrautið sem á að bera uppí spegilinn.... 
en sést ekkert voða vel hérna því miður.
Hamp olían er til að verja málninguna og gerir litinn mun svartari og dýpri.


Kollurinn sem fylgir með er algjört æði og fékk sömu meðferð. Olían var síðan líka borin á leðursessuna til að næra og verja leðrið sem var orðið frekar þurrt og slitið eins og við sjáum hér.


og hér er búið að bera olíu á  borðið og stólinn og leðrið 
og það komið í nýja herbergið sitt......herbergi 18 ára heimasætunarsem á örugglega fallegasta snyrtiborðið í bænum...og var svo ótrúlega þakklát og ánægð með gamla borðið hennar mömmu sinnar.


Þvílíkar línur!!
Ég vil nú bara óska flottu frænku minni til hamingju með borðið sitt í glæsilega herberginu.
Það eru svona milkpaitnt-verkefni sem gera þetta svo ótrúlega skemmtilegt allt saman....
ég meina hversu hrikalega heppin er ég?!

Eigið góða helgi.
Kveðja;
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature