Top Social

Litur Febrúar mánaðar - Arabesque

February 8, 2017
 Litir mánaðarins í Febrúar eru Arabesque og Farmhouse White....
og eru þeir ekki æði?


það þyðir að við ætlum að einblína á þessa tvo liti í febrúar og kynnast þeim aðeins nánar
og núna í dag ætlum við að skoða dásamlega bleika litinn Arabesque alveg sérstaklega
En þú getur verslað Arabesque á netinu hér
svomargtfallegtverslun.is

Þessi einstaklega kvenlegi litur er einnig ótrúlega nutral, sem gerir þennan bleika svo mikið meira en bara fyrir barnaherbergið.
Hér sjáið þið allar ólíku varnirnar okkar yfir Arabesque,
Hvítt vax, húsgagnavax, Antíkvax eða hampolian sem allar gefa litnum ólíkt útlit.
Ef þú vilt ekki mikið bleikt geturður tónað litinn niður með hvíta vaxinu og fengið meira shabby chic útlit eða notað antíkvaxið fyrir aðeins meira gamalt útlit og með hamp olíuni færðu enn meiri dýpt og lit.



Hugsið ykkur gamla ballet skó og antíkbleikar rósir 
og þið fáið hugmynd hverju þið eigið von á þegar þið kaupið pakka af Arabesque.


Þannig að þetta er rétti mánuðurinn til að opna einn pakka af þessum fallega bleika lit,


Sjáið hvað duftið sjálft er fallegt á litinn.....  
svo hlutlaust og milt með þessum bleika tón.


 Við bara blöndum duftinu saman við vatn....


og hrærum það vel saman þar til við erum með mjúka rjómakenda blöndu


og þá erum við tilbúin að mála.




það er alveg margföld ánægja að vinna með svona fallegann lit
 og hann kemur sífellt á óvart.

Á Þingvöllum
Ég hef td málað fallegann furuskáp með Arabesque,
 fyrir svefnherbergið  í sumarbústað.



Miss mustard seed´s málaði þessa kommóðu til að kynna Arabesque þegar hann bættist i linuna og hér sjáum við vel hversu fallegur hann er með brúnum litum



 og ég mæli alveg sérstaklega með þvi að mála dökk húsgögn með Arabesque og leifa dökkum viðnum að sjást vel í gegn.

cori henderson
Fallega balletstaðan Arabesque sem liturinn er nefndur eftir.

Ef þið viljið sjá meira og fá Arabesque og bleikann innblástur þá er um að gera að kíkja á Arabesque lita-innblástur sem ég skrifaði á síðasta ári,
 eða að skoða fallegar antíkbleikar myndir á pinterest.

Hér getur þú nálgast Arabesque og alla hina litina frá MmsMilkPaint:

kveðja
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature