Top Social

Kaffi-kósý utandyra

June 29, 2013

 Sólin lét sjá sig í gær, engin bongóblíða svo sem, en við tökum gulu vinkonunni fagnadi þegar hún lætur sjá sig, jafnvel þó það sé stutt stopp og í slagtogi með smá golu.

Meiri hlýjindi eru ekki í kortunum á næstunni hér hjá okkur,
svo Það er nauðsynlegt að nýta tækifærið 
og ég hljóp að sjálfsögðu út með kaffibollann..... 

.....nokkra púða og teppi, 
til að gera það pínu huggulegt,

og lét bara fara vel um mig ......
......á heimatilbúna sólbekknum mínum,
sem by the way, er bæði hægt að nota sem sófa eða legubekk þegar mikil sól og hiti fara saman og snúa honum þá í átt að sólinni.
Vona svo sannarlega að mér takist að nýta hann þannig í sumarfríinu....
amk einu sinni, væri gott.

En já það er svo ósköp notalegt að geta sest út smá stund, með blóma bollann minn fagra
 og njóta þess að það er sumar  og ég er í sumarfríi.

Eigið góða helgi 
kær kveðja
Stína sæm


3 comments on "Kaffi-kósý utandyra"
  1. Mjög kósý og smart hjá þér Stína! Æðislegar myndir!

    ReplyDelete
  2. Sólbekkurinn er frábær, vona bara að sú gula láti nú sjá sig eitthvað í sumar svo þú getir notið hans meira :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature