Top Social

gert með photoscape

January 3, 2012
Hún Beate  hjá beates verden hefur alltaf verið með svo fallegar myndir á síðunni hjá sér, ekki bara að hún eigi fallegt heimili og taki mjög flottar myndir af því sem hún er að gera, heldur er myndirar svo skemmtilega unnar hjá henni og ég hef verið að spá í hvort ekki sé hægt að gera þetta án þessa að þurfa að vinna það frá grunni í photoshop.

Hér var hún að benda á hvaða forrit hún notar, að vísu með photoshopinu líka, en segir að hitt eigi alveg að duga, það heytir photoscape og er frítt download af netinu. Ég prufaði og tók mynd af þessum fallega engli, sem hangir á jólatrénu mínu og er að halda uppá sín fyrstu jól með okkur, og setti svona einfaldann ramma sem gefur myndinni það útlit sem ég hef verið að leita að , svona þrívíddar-ljósmynda lúkk.

En svo eru möguleikarnir ótalmargir, ef maður vill gjörbreyta myndum.
Það er nú alls ekki hugmyndin hjá mér að fara að breyta myndunum svona mikið nema þá bara til gamans, enda er minna og einfaldara algjörlega málið, en þetta er voða gaman, þegar við á.


Myndin er af jólasveini sem öfugt við engilinn, hefur hangið á trénu frá mínum fyrstu (eða öðrum) jólum.
Hann var fyrsta virkilega fallega jólaskrautið sem ég keypti á tréð mitt, og hefur í 20 ár hangið á besta stað á trénu, jafnvel þó að nýtt og fallegt skraut bætist í hópinn, enda á hann sínu virðingu skilið blessaður kallinn.



Þakka ykkur öllum innlitið og langar að bjóða  nýja lesendur velkomna og vonandi eigið þið eftir að njóta þess sem ég hef til að sýna ykkur. Bæði það sem ég deili af netinu og líka sitt lítið af hverju með, sem ég er að reyna að mynda sjálf hér heima (ekki verra að núna get ég lagað þær pínu til fyrir ykkur ;-)
Innileg kveðja til ykkar allra;




1 comment on "gert með photoscape"
  1. Sæl Stína og gleðilegt ár.
    Takk fyrir að deila þessu með okkur ég get ekki beðið með að prófa þetta forrit. Það er líka svo frábært að það fylgi með svona góðar
    leiðbeiningar með forritinu
    Kveðja Adda

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature