Top Social

fjallahótel í Svissnesku ölpunum

January 16, 2012
Jæja er búið að plana næstu helgi?
Væri ekki tilvalið að skreppa í helgarfrí í fallegan fjallakofa í Svissnesku ölpunum, skella sér á skíði á daginn og fá sér svo freyðivín í heita pottinum á svölunum á kvöldin og horfa á dásamlegt útsýni.



Hægt er að leigja herbergi með ástinni sinni eða einfaldlega að taka kofann á leigu, tilvalið fyrir stórfjölskylduna eða saumaklúbbinn...
ööö sérstaklega ef maður á góðann bankareikning í Sviss ;)


Á jarðhæðinni er glæsileg setustofa og borðsalur, þar sem öll hönun er að mínu mati frábær og leggur línurnar fyrir það sem koma skal og þá er ég sérstaklega hrifin af viðarveggjunum og..og...




 
Ekki verður maður fyrir vonbrigðum þegar herbergin eru skoðuð en þau eru hin glæsilegustu í alla staði.




Þetta er svítan á annari hæðinni og þar er hægt að hafa opið inn á þetta fallega baðherbergi með því að draga gluggahlerana frá.
.



Af þessu baðherbergi er hinsvega geðveikt útsýni sem þú nýtur meðan þú liggur í baði..
ekki slæmt :)

svo er sundlaug og spa í kjallaranum.

 Mæli með að skella sér í virtual tour um hótelið, það er alveg upplifun út af fyrir sig.

Jæja ég er amk byrjuð að pakka niður,skíðin komin ofan í tösku og ekki má gleyma bikiníunum fyrir pottarómantíkina
kveðja





3 comments on "fjallahótel í Svissnesku ölpunum"
  1. Kannski er ég bara skrýtin en það vottar ekki fyrir löngun hjá mér. Svona umhverfi höfðar ekki til mín, ég vil gamaldags, lítið og notalegt, ekki glamúr.

    ReplyDelete
  2. Líst vel á þig nafna.
    en Ella það er einn notalegur fjallakofi sem ég bloggaði um fyrr í vetur, sem þú yrðir líklega hrifin af, sem er í Noregi. Örlítið minni íburður þar en á hótelinu ;)
    http://stinasaem.blogspot.com/2011/10/i-fjallabusta-i-noregi.html

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature