Top Social

Nágrennið í vetrarbúning

December 9, 2014
Ég gleðst alltaf innilega þegar það loks snjóar hér hjá okkur,
þá verður allt svo fallegt og bjart,

og svona lítur nú mitt nánast umhverfi út í dag,
 en þessar myndir tók ég bara hér í götunni hjá mér,
efstu húsin tvö á myndinni eru húsið mitt og sinar mins, 
sést vel hversu stutt er á milli okkar.

hér horfi ég svo yfir í hinn hluta gamla bæjarins hér í keflavík 


Eitt af þessum fallegu húsum sem rétt sluppu undan stórmensku hugmyndum góðærisins.
og er núna hluti af gisingu ABernhard B&B

Þessi er tekin af tröppunum hjá Madda mínum, ég er alltaf svo ánægð þegar húsið mitt er skreytt með jólasnjó af nátturunnar hendi.
Elska litlu gömlu húsin hér í götunni, finst þetta hvíta og bláa svo dásamlega krúttlegt,

og svo eru flottu hleðslurnar algjör dásemd með snjónum og gamla bænum til mikillar príði.

já þetta er nú mitt allra nánasta nágrenni eða réttara sagt bara tekið hér í götunni, 
En gamli bærinn hér í Keflavík er mikið meira en þetta og svo mikið af fallegum húsum og trjám og dásamlegri fegurð, 
Sjáið meira af gamla bænum hér .


Hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm




mánudagskósy

December 8, 2014
Einföld skreyting í kökuformi og hýasintulaukur í vatnsglasi
 er mánudagskósí í eldhúsinu


Eigið góðan mánudag
kær kveðja
Stína Sæm



Skreytt með pottaplöntum // decor with plants

December 3, 2014
Þegar ég dreg fram jólaskrautið, fer mikið af dótinu sem fyrir er, niður í geymslu á meðan, 
enda bara gaman  að skipta út og breyta til, en ekki bara bæta við.

En pottaplönturnar sem hafa sest hér að í vetur eru annað mál.
Ekki beint viskulegt að skella pottaplöntunum inní skáp eða í kassa og niður í geymslu....
 jafnvel þó að það sjái nú varla til sólar allann sólarhirnginn hvort eð er í stofunni.

---------------
When I take out the christmas decorations in December, a lot of everyday decor go to the storage for a while,
and it is nice to replace and change, but not just add to the decor.

But my plants are another matter.
It´s not so wise to box the plants into storage ....
  even though wee hardly see the sun around the clock anyway here, these days


Svo pottaplönturnar fá bara nýtt hlutverk í Desember.
-----------
So my plants just get a new role here in Desember


Grænar pottaplöntur geta vel hentað í jólaskreytingar, 
enda passa þær vel með mosa og könglum í svona nátturulegu skrauti eins og ég er svo hrifin af.
------------
Green plants, like succculents can well bee used in christmas decorations, couse they fit well with moss and pinecones in a neutral decoration as a like the most.


og í silfurskálinni minni sem mér finnst svo gaman að gera nokkurskonar vetrarlandslag kemur þessi græni þykkblöðungur vel út, umkringdur mosa, könglum og fallegu fuglapari.
 það meira að segja snjóaði smá yfir þau.
------------
In my old silver bowl, that I like to make a kind of a winter landscape, this succulent fits well,  surrounded by moss, pinecones and a beautiful bird couple, 
they even had a little snow.

Í gömlu súputarínunni er líka pottaplanta með könglum......
-----------
In the old soupebowl there is a pepperonia with cones......

 og hjá henni stendur annað fallegt fuglapar,
En það er bara eithvað við litla krúttlega fugla sem heillar mig um jólin,
--------
and there stands another beautiful birds couple,
I just have this thing about cute little birds around christmas


og þó það sé í raun ekkert jólalegt við kaktus og aloveraplöntu,
þá semur þeim bara vel við  könglana og börkinn á kertaglösunum,
líklega er það bara nátturulegt og gróft yfirbragðið sem sameinar þau.
En það er gaman að nota plöntur í skreytingar í desember.
-------------
and although it is in fact nothing Christmas-like with the cactus and aloe vera plant,
they get along very well with cone and the bark-candleglasses,
it´s probably  just the natural and rough style that combines them.
But it is fun to use the plants for decoration in Desember.


Með kveðju
Stína Sæm

NIB Desemberutfordring:
innrede med planter.

Desember  áskorunin hjá NIB er einmitt "skreytt með plöntum"
Svo þessi póstur fær að vera með.
sjáið  frábær innleg um plöntur og skreytingar hjá:
  NIB

-------------------
NIB Desember challenge is "decorate with plant"
so I link this post in,
Se beautiful decorations with plants at:
  NIB



Stórglæsilegt mánudagsainnlit

December 1, 2014
Þetta glæsilega hús hefur nú tekið á sig smá jólabrag.
Það er alltaf gaman að skoða svona falleg heimili þegar þau eru komin í jólabúning, hér eru skreytingunum nú ekki ofgert.
En fallegt er það.
kíkið með í heimsókn og njótið með okkur.

Aðvenntustemning

November 30, 2014
Hér er bara notaleg aðvenntustemning þó úti geysi mikið ofsaveður hér á Suðurnesjunum. 
Hef verið að jólastússast alla helgina og nýt þess núna að hlusta á jólatónlist við þægilega byrtuna af jólaseríum og kertum.




Notalegt í stofunni. 




Í eldhúsglugganum er nú kveikt á fyrsta aðventukertinu,
og ég óska ykkur notalegrar aðventu.

Aðventan finst mér alltaf dásamlegur tími og hér óma hátíðleg jólalög í botni á meðan húsfreyjan skreytir og stússast og syngur hástöfum.... 
Þakklát fyrir umburðarlinda sambýlismenn...... 
(sem eru eiginmaðurinn og sonurinn)

Með notalegri aðventukveðju
Stína Sæm




Fyrsta afmælisveislan // 1st birthdayparty

November 27, 2014
Litla ömmugullið mitt varð eins árs 20. nóvember og
svo um helgina var haldin afmælisveisla fyrir litla gleðigjafann okkar.
Myndirnar  í þessum pósti fékk ég hjá frænku mömmunar, (nema þær sem eru merktar blogginu)
  sem tók svo fallegar myndir og leifði mér að nota þær.

Veislan var haldin heima hjá pabbanum og foreldrarnir (sem ekki búa saman lengur) sameinuðust í  að undirbúa fallega og notalega veislu svo allt folkið hennar Írisar Lind gat komið saman og átti góðar stundir á deginum hennar, og ég er svo stolt af ungu foreldrunum og litla dásamlega gullmolanum mínum.

Bræðurnir,synir mínir með afmælisbarnið


Veisluborðið.
Rósir,  fiðrildi og mildir pastellitir, 
aðalega bleikt og grátt 


sætt, gamaldags og svo dásamlega einfalt.





Rósarmuffins í fallegri körfu,
bara pínu krúttlegt finst mér.

 Rósarkakan sem er svo vinsæl í dag varð fyrir valinu og passaði fullkomnlega.

og  fallegar piparkökur klikka aldrei.

Litla afmæliskrúttið.


Mjólk og bleikt gos (kristall og berjasafi)  fór vel ofan í börnin.







Hún á afmælídag......
 Voða sátt við að láta syngja fyrir sig.


mmm vinber eru svo góð.
mömmukoss.

Með Sæma frænda.


 og hér er svo önnur af afmælisbarninu með pabba sínum og Sæma frænda.

Myndir: Sonný Norðfjörð.



Kær kveðja
Amma Stína



greengate jólainspiration

November 26, 2014








Greengate á Islandi: cupcompany.is








Auto Post Signature

Auto Post  Signature