Top Social

Bella Notte linen

February 16, 2013
Kannist þið við það að fletta í gegnum myndir á netinu og verða svo hugfangin af því sem þið eruð að skoða að þið finnið heitan il fara um líkamann og fiðring í magann og þurfið bara að passa að andvarpa ekki of hátt? Kannast ekki einhver við þetta?
En svona líður mér alltaf þegar ég skoða síðuna hjá Bella Notte linen (sem þýðir falleg nótt á ítölsku)

rúm mánaðarins
og nú var ég að uppgötva Bella notte bloggsíðuna
og þar er meðal annars alltaf rúm mánaðarins.
Rúmið  í febrúar er þetta undurfallega rúm sem er uppstilling hjá Antique 2 Chic





Það sem heillar mig við rúmfötin eru þessi mörgu lög af efnum og pífum,
alls kyns falleg munstur og litir 


 og svo eru það blúndurnar.
Þvílika fegurðin þegar blúndunum er svo bætt við dásemdina....
Eigum við að skoða það aðeins?





og svo á einfaldleikinn heima hér líka,
og stundum er minna svo sannarlega meira. 


Ekkert rúm er fullkomið nema þar séu nokkrir púðar




Svo kemur hér á eftir smá sneek peek inní þá línu sem er væntanleg




 Mikið hlakkar mig til að renna í gegnum listann þeirra þegar þetta er komið í loftið,
bara elska þennann blúndubekk á efninu.

En svo eru það blessuð börnin.


 þetta fallega barnaherbergi hér að ofan rakst ég á á blogginu og er það ekki dásamlegt? svo nutral og grand. 

í listanum hjá þeim eru svo ótalmörg falleg barnarúmföt, í bleiku og bláu að sjálfsögðu og  fullt af fallegum hlutlausum litum
Njótið vel 
kveðja; 
Stína Sæm

gamlir trékassar // old crates

February 15, 2013

Í dag póstaði ég mynd af nýja trékassanum mínu, sem er bara einn af nokkrum sem ég er með hér heima og ætla ný og spennandi verkefni.

En hvað er hægt að gera við nyja/gamla trékassa annað en að nota sem geymslukassa?

Skella nokkrum upp á rönd, raða þeim upp og setja hjól undir;

komnar þessar fínu hillur.

Eða stafla óreglulega upp;
þá ertu komin með heilar "hillusamstæður"





Svo má prufa að festa þá upp á vegg;

jebb virkar fyrir dótið í barnaherbergið,

fyrir bækurnar,

og alveg algjörlega að virka fyrir baðherbergið finst mér.

Svo eru kassarnir, af öllum stærðum og gerðum, alveg ideal í eldhúsið;


kjerstislykke



Eða einfaldlega í stöbblum;

Sem hliðarborð;




Já og ég fann ekkert upp hjólið í þessum kassamálum;


Svo fyrir þá sem ekki eru fyrir old wood lúkkið, má alltaf mála þá;

Hvort sem þið viljið enn halda í gamla  rustic lúkkið....

eða að hafa þá fína og flotta í öllum mögulegum litum.

Allar myndirnar ásamt fleyrum má finna á;

Ég geri svo ráð fyrir að nota helgina í enn meira trekassa föndur,
ætla kanski einhverjir að gera eithvað sniðugt fyrir heimilið?

Eigið góða helgi,
 kveðja;
Stína Sæm

Nýji tímaritakassinn minn // my new magazine crate

Ég var að næla mér í nokkra veglega og sterka eplakassa, 
mun sterkari en þeir sem ég hef náð í hingað til svo ég fór að sjálfsögðu að hamstra.
og kippti nokkrum með mér heim og fór að bæsa og leika mér og hér er sá fyrsti tilbúinn, með hjólum sem ég átti til og þjónar sem tímaritakassi til að byrja með.


 Það er að segja þegar hann var búin að sitja fyrir og láta mynda sig í bak og fyrir.
Ég á eftir að ákveða hvað ég ætla að skrifa á kassana en byrjaði á bara beisik upplysingum um að þessi flutti epli til landsins.

Og hvað gerir maður svo við nokkur stk trékassa? 

Ég ætla að gera annann blogpóst seinna í dag með hugmyndum að því hvað hægt er að gera við svona kassa. 
Ef þið eruð eithvað að velta því fyrir ykkur.

kær kveðja 
Stína Sæm

Greengate spring/summer 2013

February 14, 2013
Það er alveg orðið tímabært  að gera einn póst um dásamlegu greengate vörurnar,
núna þegar vor og sumarlistinn er kominn á netið, með björtum og sumarlegum munstrum og litum.
Nýjar línur sem minna á garðveislur og sumar og sól og eru eins og fyrri línur frá þeim alveg hreint dásamlega fallegar.



já það væri ekki vera að komast í svona sumarfíling með þessum litum og dásemdum.

Hér eru krúttlegu línurnar candy mint og June white í aðalhlutverki... 


og bleikum hvítdóppótum yndum er bætt við til að fullkomna myndina.
Svo sætt!

Svo er mjúka deildin nausynleg með í útileguna,



ég væri til í þessa á pallinn í sumar,

og garðveislna væri fullkomnuð með greengate.. 
engin spurning!



Hér eru það Amy pale blue og Amy white sem eru aðalfyrirsæturnar...
finst þessi lína algjört æði, svo rómó og blíðleg mmmm (skrifar hún dreymin á svip)


og hér er meira í mint litnum Audrey mint og spot mint
jebb langar líka í þetta!



og svo er það uppáhaldið mitt.... gráa línan!!!!
Passar að sjálfsögðu við gráu guðdómlegu skálina sem ég fékk í jólagjöf, oooog passar líka við aðrar línur sem ég á ekki en langar svooo mikið í
 (ég veit, fullt af nýjum dásamlegum litum og konan er að sleppa sér yfir þessu gráa )



Sjáíð hvað þetta er fallegt....
 já takk, langar mest af öllu í þetta allt.


Hér að ofan eru svo lattebollar í öllum regnbogans litum og nyju vor og sumarlínunum..
Dásemd ekki satt!

Núna er hægt að panta Greengate hér heima á cupcompany.is
og ég veit að það fæst líka í Sirku á Akureyri.



kær kveðja 
Stína Sæm








Auto Post Signature

Auto Post  Signature