Top Social

um okkur


Svo Margt Fallegt

vinnustofan og verslun
Klapparastíg 9. 230 keflavík
email: stina@svomargtfallegt.is
sími 8938963

Hver er Stína Sæm?

Ég heiti Kristín Sæmunds er fædd og uppalin í  Keflavík.  Ég hef alltaf heillast að því sem er gamalt, með sál og sögu, séð fegurðina í  hversdagslegum hlutum og fundið ómælda ánægju í því sem gleður augað. Árið 2011 byrjaði ég að blogga undir gælunafni ömmu minnar og nöfnu Stínu Sæm. Þar sem égblogga um svo margt fallegt í þeirri von að fegurðin veiti öðrum ánægju og innblástur.
Á blogginu flettast saman myndir sem ég tek sjálf og fallegar myndir af netinu, innlit eða myndasyrpur af ýmsum toga.
Ég hef oft dregið heim gömul og lúin húsgögn og veit þeim nýtt líf með smá málningu og ástúð og í framhaldi af því varð vinnustofan og verlsunin Svo Margt Fallegt í skúrnum til. Þar sem ég mála gömul húsgögn, sel Miss Mustard Seed´s Milk Paint vörur og held námseið fyrir áhugasama milk paint málara.


Um Milk paint:


Mjólkur málning er ævaforn nátturuleg málning, sem inniheldur nokkur grunn efni þmt. mjólkur prótein (casein) kalkstein, leir, krít og nátturuleg litarefni. Mjólkur málning drekkur sig inn í yfirborðið og mun ekki flagna ef hún er borin á hráann við, Hún henntar bæði inni og útanhús og er með nátturulegri meygluvörn. Mjólkur málning myndar yfirborð sem andar og henntar einstaklega vel til að mála við, gifs og aðra álíka fleti. Hún er umhverfisvæn, eiturefnalaus og án VOC.
Með því að bæta Milk paint bindiefni saman við málninguna er hægt að mála með mjólkur málningu á aðra fleti eins og áður málaða veggi eða húsgögn, lakkað yfirborð, keramik flísar, ál, gler ofl og málningin bindur sig við yfirborðið.
 Án bindiefnisins færðu hinsvegar heillandi og  raunverulegt "gamalt" flagnað útlit, sem er einkenni mjókur málningarinnar sem svo margir sækjast eftir.


Um Homestead house paint company:


Homestead House Paint Company sem framleiðir mjókurmálninguna fyrir Miss mustard seed´s milk paint, og Fusion Mineral Paint, er með aðsetur  í Toronto, Ontario, Kanada  og hefur verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu, að framleiða eituefnalausa hágæða húsgagnamálningu frá árinu 1988.

1 comment on "um okkur"
  1. Sæl,
    ert þú með málnigngu til að mála efni. ss sófa og stóla

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature