Top Social

Helgarferð í Brussel

March 16, 2018


Ég fór á Fusion námskeið í Belgiu í febrúar og við hjónin notuðum tækifærið  og þvældumst aðeins um í Brussel áður.


Við gistum á hóteli í eldgamalli glæsilegri byggingu.....


þar sem gamaldags klassískur íburðurinn heillaði smábæjarstelpuna uppúr skónum


Instastory hjá mér var fullt af skrautlistum, fínum ljósum og smáartiðum frá hótelinu,

en ég ætla þó að rölta af stað og sýna ykkur aðeins af því sem  ég deildi á instastory á rölti um borgina þessa helgi.


Torgið í gamla bænum er virkilega heillandi þrátt fyrir kuldan og byggingarnar ótrúlega stórbrotnar og glæsilegar...

við erum fljót að finna kaffihús og setjast inn til að fá okkur ilmandi kaffi og ostaköku
áður en við göngum áfram.




eða þá að setjast inná næsta bar og fá okkur belgískan bjór....


en í Belgiu er nóg úrval af bjór og svona búðum með ótrúlegu úrvali af bjór af öllum stærðum og gerðum,

eða búðum með teiknimynda bókum og öllu mögulegu sem tengist Tinna bókunum þá sérstaklega
og þá heilluðu þessar myndir mig alveg sérstaklega
og við keyptum okkur að sjáfsögu eina þeirra!

og svo eru það súkkulaði búðirnar!
Þvílíkt úrval af gourme súkkulaði búðum með ótrúlega girnilegum konfektmolum, 

og svo er hægt að finna allskoanr sniðugt súkkulaði eins og td pensil haha.






þó það hafi verið 6 stiga frost úti 
(ath að það var frekar heitt hérna heima þessa viku haha)
þá voru alls staðar borð úti og fólk virkilega sat úti að borða í hádeginu!

En ekki við!


við fundum kjúklingastað sem hægeldaði kjúkling yfir opnum eldi 


og matseðillin var einfaldur

þú valdir heilan, eða 1/2 eða 1/4 af kjúkling, kryddgerð og meðlæti

og vá þetta var ótrúlega góður kjúlli!
líklega sá besti sem ég hef borðað ever!
og svo var bara rölt áfram...


og skoðað!





og sest inn í hlíjuna...
Kíkt í fleyri skemmtilegar búðir,

og sest inná falleg og skemmtileg kaffihús/bari!

við fundum stað við torgið þar sem við settumst inn oftar en einu sinni


þar gátum við setið inni í hlíjuni á virkilega fallegum stað og fylgst með mannlífinu fyrir utan 



en svo var að sjálfsögðu farið út að borða á kvöldin enda eru svona ferðir gerðar til að bara vera og njóta.


kvölstund með rauðvíni og steik er að sjálfsögðu toppurinn.

Brussel er sumsé borg með gömlum glæsilegum byggingum, bjór, súkkulaði og Tinnabókum...
og allstaðar er lykt af belgiskum vöfflum.

Takk fyrir að koma með mér í þetta litla ferðalag,
Kær kveðja,

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature