Top Social

Minn Stíll og Stefna á Heimilinu

May 12, 2017

Þetta er góður dagur til að skoða aðeins betur stofuna hjá okkur eftir að við skiptum um sófasett og sófaborðið var málað svart í leiðinni,  til að harmonera betur við annað sem ég hef málað svart hér í aðalrýminu.



Sófasettið er gamalt og frekar smágert, það er ekki útskorið og munstrað eins og það sem var hér áður var, en það sett vara því miður bara alveg búið á því og þetta er í mun betra sandi... gamla settið fékk þó sem betur fer nýja eigendur sem ætla að gera það upp og gefa því nýtt líf. 
Planið hjá mér er að pússa upp viðargrindina á þessu og olíubera hana eins og ég gerði með borðstofuborðið og seinna meir á ég kanski eftir að yfirdekkja það ... sé til með það.



Við losuðum okkur við hvíta skápinn sem stóð þarna í horninu og mig langar í gamal lága bóka hillu en þangað til þá skellti ég upp nokkrum trékössum sem á átti og finst það bara koma nokkuð vel út.




Eldhúsborðið og stólarnir voru fyrstu húsgögnin sem ég málaði með litnum Typewiter hér heims og það bara small inná heimilið og hefur smitað yfir í önnur húsgögn síðan þá.



Gamla blómasúlan sem ég málaði fyrir nokkrum árum með hvítri kalkmálningu fékk td nýlega umferð af svartri milk paint.
mér líkar það vel að öll húsgögnin sem eru máluð á hæðinni verði máluð með Typewriter, það sem er viður eins og á sófasettinu og borðstofustólarnir ætla ég svo að pússa upp og olíubera....finst svona hreinn og semimattur viður passa svo vel við svarta litinn og krydda það svo með gömlu og nýju handverki, plöntum og skemmtilegum gersemum.



Sófaborðið var sem sagt eins og ég sagði áður málað svart um daginn, það hafði áður verið málað hvítt og grátt með milk paint en nú var komin tími á að það fylgdi öðrum máluðum húsgögnum á hæðinni
 og fengi umferð af Typewriter litnum okkar.
Sjáíð bloggpóst um það hér:

Sófaborðið mitt sem hefur verið málað tvisvar með Milk Paint....



Ég er bara ótrúlega ánægð með þessa breytingu.
Svo eru miklar pælingar með forstofuna, þar er ég byrjuð á framkvæmdum og með mjög mótaðar hugmyndir í kollinum og það verður dáldið dökt og seiðandi.... 
en það var sett á bið þegar ég skráði Svo margt fallegt á
 stórsýninguna Amazing Home Show 
Þið getið fylgst með undirbúningnum fyrir sýninguna á Svomargtfallegt snappinu 
og svo væntanlegum breytingum á heimilinu í framhaldi.

En hafði það sem allra best um helgina
kær kveðja 
Stína Sæm





ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature