Top Social

Sófaborðið mitt sem hefur verið málað tvisvar með Milk Paint....

April 26, 2017
Ef þú ert í vandræðum með að ákveða hvernig útlit þú vilt á húsgagnið þitt, ert með valkvíða eða langar til að nota afgerandi lit en óttast að fá leið á honum! Þá bendi ég stundum á að það versta sem getur gerst ef þú færð leið á litnum eða bara  skiptir um skoðun seinna, er að þú einfaldlega málar bara aftur!
 og fyrir okkur breytingarglöðu er það bara ny breyting og ekkert nema plús.



En þannig var með sófaborðið sem ég var að mála núna um páskana og við fáum hér að sjá í tveimur gjörólíkum lítum.


Mér áskotnaðist þetta borð notað fyrir löngu síðan
 og málaði það hvítt og grátt með Miss mustars seed´s milk paint í litunum Ironston og Trophy.
Þá naut ég þess að mála öll viðarhúsgögnin mín hvít og fékk þannig ljóst og létt yfirbragð yfir heimilið.
Borðið kom æðislega vel út svona hvítt og það er fallegt hvernig það varð pínu sjúskað og grófur dökkur viðurinn skín í gegn.
 

Ég gerði bloggpóst um það á sínum tíma þar sem þið getið séð nærmynd af því og mynd af því fyrir:

Nýmálað sófaborð, febrúar 2015


En svo með tímanum hefur tónninn á heimilinu breyst og húsgögnum verið skipt út og nýjir litir tekið yfir á síðasta árinu og þegar mig langaði  í aðeins hrárri og sjúskaðri stíl  pússaði ég málninguna vel niður og lét viðinn skína mun meira í gegn (er ekki með mynd af því)
á timabili var það jafnvel komið niður í sjónvarpshol og annað borð komið hingað upp.
Allt fyrir breytingar!


En núna um páskana  ákvað ég að mála borðið aftur svo það passi við allt hitt sem ég hef verið að mála svart  á aðalhæðinni.
Hér að ofan sjáið þið borðið með bara hrárri óvarinni málninguni. 
En þegar búið er að mála
 er skemmtilegasta vinnan eftir....  
að fá rétta útlitið og karakterinn í málninguna!!


En svo pússaði ég yfir málninguna og sjúskaði hana vel til  svo ég fékk viðinn í gegn á vissum stöðum. Ég pússaði fyrst yfir það með alveg fínum sandpappír og fór svo með aðeins grófari á slitfletina á fótunum  og hornunum á borðinu til að fá þetta útlit.....
og mér finst það algjört æði!!


Ég bar svo vax yfir allt til að verja málninguna, fá dýpri og dekkri lit og til að fá þessa gömlu bónuðu áferð.


Sjáiði hvað borðið er í góðum félagskap með hinum svörtu máluðu húsgögnunum í stofuni!


Ég verð að segja að núna  finst mér þetta svarta útlit passa jafnvel enn betur við þessa gerð af húsgögnum, þetta bara smellpassar við útlitið og svo er þetta svo rosalega mikil breyting frá hvítmáluðu að það fær breytingarglaða hjartað mitt til að slá aðeins örar af hamingju.


Nýmálað borðið átti líka alveg skilið  nýja pottaplöntu. 


Ó ég er svo ánægð!!

Svo ég spyr: af hverju að veltast um  með valkvíða, ótta við að fá leið á litnum, eða að hann sé að fara úr tísku bráðlega!?
Ég meina.....vitiði hvað það er rosaleg gaman að mála svona og sjá það umbreytast í nýtt húsgagn?
Þetta er nefnilega virkilega auðvelt og fljótlegt.


Hvað ætli verði næst?
Kanski á ég eftir að mála það grænt einhvern daginn!
En amk ekki strax :)
konan er sátt í bili

Takk fyrir innlitið,
kær kveðja
Stína Stæm.




ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature