Top Social

Litir Desember mánaðar - Boxwood

December 14, 2016
Desember er uppáhaldsmánuðurinn okkar! Hann er uppfullur af hátíðum, dásamlegum jólaskreytingum og samverustundum fjölskyldunar.
 Við elskum allt við hann!



Litir mánaðarins í Desember eru Boxwood og Marzipan.
Í dag ætlum við að einblína á Boxwood


Boxwood er nefndur eftir krönsum og skreytingum sem Maian notar mikið heima hjá sér.




Boxwoos er grasgrænni en Lucketts Green og mun mettaðri litur en Layla´s mint. 
Hann er deksti græni liturinn í línuni okkar.
Þegar þú blandar Boxwood, gætirðu séð bláan og brúnan undirtón í málninguni. Við elskum þegar þeir koma fram á máluður húsgögnum!

Eins og allir litirnir í línunai okkar, breytist Boxwood og fær gjörólíkan tón eftir því hvaða vörn þú velur yfir málninguna.

Hann fær æðislegt gamalt útlit þegar hann er varinn með antík vaxinu! Marían notaði þetta saman á kistu sem var innblásin frá Pottery Barn!
Þú getur lesið um það  here.

Ég notaði Boxwood milli umferða af gráu og svörtu í þessari jólastjörnu sem nú skreytir stofuna hjá mér. 
Boxwood er kjörin litur í jólaverkefnið.

Er þig farið að langa til að grípa pensil og fá smá Boxwood inná þitt heimili?  Við vonum það!
Hérna eru nokkur gordjöss verkefni frá söluaðilum okkar.



Flagnaða áferðin á þessum hlut frá Angela Lüddecke frá Me and Harmony er bara æðisleg.
  Boxwood passar fullkomnlega með berum dökkum við – sérstaklega þegar hann gægist undan flagnaðri málningu hér og þar!


Melanie Curley frá Mango Reclaimed notaði Boxwood á þessi tvö leggjalöngu náttborð.. sem okkur finst alveg dásamleg!


Við vonum að þig langi til að prufa Boxwood áður en nýja árið gengur í garð! við kíkjum svo á Marzipan í öðrum pósti.
Þar til næst.... 
skulum við flytja fjöll heima hjá okkur með milk paint!

Stína Sæm 

Ath þessi bloggpóstur er þýddur, og örlítið breyttur, frá Miss mustard seed´s milk paint.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature