Top Social

Jólaföndur málað með milk paint

December 13, 2016



Í nóvember tók ég þátt í skemmtilegri áskorun þar sem ég nældi mér í efni til að föndra með og blogga um... sjáið A4 jólaáskorun á blogginu 

Ég valdi að sjálfsögðu fullt af efni sem ég gat málað og notað svo til að skreyta fyrir jólin og hér ætlum við aðeins að skoða hvernig málningarverkefnið gekk fyrir sig,.....

Ég ákvað að útlitið yrði lagskipt með aðalega gráu og svörtum litum og byrjaði á því að mála grunnlitinn á allt saman......

bakkarnir voru allir málaðir fyrst með gráa litnum Scloss, stafirnir byrjuðu á einni umferð af brúna litnum curio,

Svo málaði ég yfir brúan litinn með rauðum.. eftir að hafa sett smá vax á brúnirnar og þar sem ég vildi að brúni liturinn kæmi í gegn,

Svo pússaði ég yfir rauða litinn svo að skein aðeins í brúnann undirtón þar sem vaxið var... vaxið kom líka í veg fyrir að ég myndi pússa í burtu brúna litinn líka. 


loks setti ég enn meira af vaxi á stærri svæðum, málaði með svörtum og létt svörtu málninguna flygsast af og springa með því að nota hitablásara til að þurka síðasta lagið... svo kláraði ég allt með antík vaxi til að fá enn meira gamalt lúkk og gera rauða litinn enn dýpri og dempaðri.
Þarna er líka búið að mála bakkana með svörtu yfir grátt og nota vax á kantana svo grái lituinn komi í gegn þar sem ég vilþegar ég pússa svarta litinn aðeins til. 


Hérna sést hvernig málningin springur og flagnar af þar sem vaxið var borið á stjörnuna og svo málað með grænum yfir, það ferli var svo endurtekið með svörtum lit yfir gtænu málninguna,

Hér sést vel hve rauði liturinn í stöfunum og græni liturinn í stjörnuni gefa smá svip undir svarta litnum sem flagnar af eins og eldgömul málning.


Kertastjakarnir eru málaðir í sitthverum litnum, annar er grár og hinn er svartur, svo eru þeir bara pússaðir svo málningin sé slétt og fín og svo  olíubornir.

Stærsti bakkinn var gerður að krítartöflu með því að skilja flötinn efir sléttann og fínan og með enga vörn yfir, bera svo smá krít á til að láta líta út fyrir að hafa verið notuð sem krítartafla í mörg ár og brúnirnar eða ramminn málað með flagnaðri áferð svipað og stjarnan. 


Minni bakkarnir eru hinsvegar frekar einfaldir og fínir, ekki nærri eins grófir og flagnaðir eins og stafirnri og stjarnan. Bara málaðir með svartri málningu yfir gráann og smá vax á milli þar sem ég vildi eydda áferð. svo pússað til og vaxborið í lokin



Bakkarnir eru nógu fínir til að bera fram kaffið og smákökurnar....


 en mynda alveg mátulega mikla andsdöðu við sparistellið

Þetta litapar er nú ekki að koma á óvart þar sem Scloss og Typewriter sama eru í miklu uppáhaldi hjá mér. (athugið að myndin sýnir litina ekki alveg rétta í heitri kertabirtuni)


Ég verð nú að viðurkenna að svona verkefni finst mér alveg ótrúlega skemmtileg.
Að mála tvo, þrjá liti og nota vax á milli umferða og sjá verkefnið taka stöðugum breytingum í höndunum á mér frá upphafi til enda. 

Takk fyrir innlitið
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature