Top Social

Lítill fallegur Cavalier í pössun

August 11, 2015
Meðan systir mín naut sýn í sumarfríi í fallegri paradís á ítalíu, var litli hundurinn hennar í pössun hér hjá mér


Hann Ýmir er Cavalier eins og Logi minn, en ekki nema ársgamall,  einstaklega fallegur, smágerður, fjörugur og alveg dásamlega kelinn og barngóður. Þegar hann var ekki á hlaupum úti í garði með Loga, þá vildi hann bara vera í fanginu á mér að kúra  og alltaf til í að leifa börnunum að knúsa sig.


Síðasta daginn sem hann var hér hjá mér smellti ég mér út með myndavelina og settist í grasið meðan þeir spókuðu sig um í garðinum. og furðulegt nokk þá náði ég mun betri myndum af litla fjörkálfinum.


Heimilishundurinn Logi er 8 ára töffari, 
hann er allra hugljúfi en lét þann litla alveg vita hver ræður ferðinni...
en þó voru þeir óaðskiljanlegir í þessar tvær vikur og voru hér úti allan daginn,
hálfgerðir útigangshundar bara.Já ok þetta eru dáldið margar myndir af þessu litla skotti,
en hann er bara svo mikið krútt.... 
og svo fallegur, svo það má.

Hafið það sem allra best.
Með kveðju
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature