Top Social

Á kaffiborðinu á 17.Júní

June 18, 2015
Á hverju ári er ég með kaffi og með því á þjóðhátíðardaginn okkar, ég býð engum formlega en er tilbúin ef einhver kíkir við. enda bý ég í næsta nágrenni við hátíðarsvæðið hér í Keflavík og þess vegna gott fyrir fjölskyldu og vini að geta leitað í skjól og fá sér eithvað gott með kaffinu. 


Það er eithvað svo þjóðlegt og notalegt við svona hefðbundið kaffihlaðborð og ég leitast vanalega við að bjóða upp á gamldags meðlæti með kaffinu þennan dag. 

Það eina sem var kanski ekkert sérstaklega þjólegt og gamaldags var kiwi og mango.....
mig langaði bara svo í það með vöfflunum og rjómanum.

Tertan sem ég valdi er Dísudraumur sem ég fann á fb síðunni þjóðlegt með kaffinu, mér finst hún svo fallega lagskipt að ég slepti því að sprauta rjóma á hliðarnar og leifði henni að njóta sín eins og hún er. Held þó að engin húsmóðir með sóma hefði borið tertuna svona fram hér í denn ;)

Pabbi og Kathy komu færandi hendi með heimabakaða hjónabandsælu sem er svo ekta gamaldags og góð.
Þessi minnir bæði mig og pabba á strandirnar okkar fallegu, svo hún var kærkomin á borðið.


Flatkökur með hangikjöti og vöfflur......
ekkert 17.júni hlaðborð ætti að vera án þeirra!


og fyrir utan hefðbundinn þeyttann rjóma og rabbarbarasultu, voru nokkrar gerðir af sultum, berjablanda og súkkulaðirjómi í boði á vöfflurnrar svo ekki sé talað um ávextina góðu.

Í lokin læt ég svo þessa mynd sem ég tók fyrr um daginn af glæsilegu fjallkonunni okkar,  Guðlaugu Björt Júlíusdóttur nýstúdent og konu í faldbúning sem sagði að hann væri elsti búningurinn okkar, alveg ótrúlega fallegur og vakti athygli mína og aðdáum.

En ég vona að þið hafið öll átt góðan dag,
með kærri kveðju.
Stína Sæm


4 comments on "Á kaffiborðinu á 17.Júní"
  1. Vá hvað þetta er girnilegt hjá þér, hefði nú ekkert haft á móti því að bragða á þessum kræsingum :)

    ReplyDelete
  2. Alltaf svo lekkert hja ther Stina.

    ReplyDelete
  3. Ommnomm, æðislega girnilegt og fallegt!

    ReplyDelete
  4. Ofsalega þjóðlegt og skemmtilegt og tala nú ekki um girnilegt!

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature