Top Social

Sumar bloggpartý 2015

June 5, 2015

Muniði sumar-bloggpartýin hér um árið?
Nú ætlum við að halda nýtt sumar-bloggpartý og gera gott betur en síðast.

Hvað er blogg-partý? 

Eins og áður ætlum við að gera sumarlegann bloggpóst 
 og það má vera hvað sem er: sumarstemningin á pallinum, svölunum eða bara úti á bletti,
 sumarleg mataruppskrift eða ofursumarlegt föndur. Bara hvað sem þér dettur í hug og sýnir okkur að þú sért komin í sumargírinn á þínu bloggi.
Svo linkar þú þinn bloggpóst með hér í sumarpartýið og fylgist með því sem hinir setja inn.
og dömur mínar og herrar.....það er kallað blogg-partý.
(mundu bara að setja slóðina á bloggpóstin en ekki bara bloggið þitt) 

Síðast mættu fullt af frábærum bloggurum, með sumarbloggpósta hver örðum líflegri og sumarlegri Hér er smá sýnishorn af því sem við sáum þá:
Sumar bloggpartý 2012 og 2013
fb albúm
Svo ertu tilbúin að mæta í  bloggpartý?

Í þetta sinn er partýið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum,
það eru sem sagt fleyri en einn gestgjafi að þessu partýi, svo það ætti aldeilis að verða líf og fjör.
Þetta er þó enn bara sára einfalt fyrir þig.
Þú þarft bara að setja bloggpóstinn þinn hér inn og hann birtist sjálfkrafa á blogginu hjá öllum hinum gestgjöfunum.
Neðst á síðunni er InLinkz hnappur sem þú notar til að setja bloggpóstinn inn og hann er virkur frá því kl 10 á Laugardeginum 6. Júni og út júnímánuð.8 comments on "Sumar bloggpartý 2015"
 1. Jöööömundur hvað ég hlakka til að sjá og taka þátt! Ræðum ekkert hvað ég hlakka til sumarsins líka!

  ReplyDelete
  Replies
  1. jeeemundur líka hvað mig hlakkar til að sjá innleggið frá þér og öllum hinum. Vonandi verða bara allir duglegir að vera með, finst þetta svo gasalega spennandi ;)

   Delete
 2. Hlökkum mikið til að vera með, nú er bara að byrja að plana eitthvað skemmtilegt og sumarlegt til að blogga um :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já hlakka til að sjá ykkar innlegg. Eithvað sumarlegt og skemmtilegt eins og ykkar er lagið :)

   Delete
 3. Takk fyrir að bjóða í partý! Alveg frábær hugmynd og nú er sumarið LOKSINS komið... erhaggggi? ;)
  kv. Gunna

  ReplyDelete
  Replies
  1. ójú það er svo sannarlega komið og þú klikkar ekki á kósý heitunum frekar en fyrri daginn.

   Delete
 4. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að fá smá tækifæri til þess að mynda :) Ég setti pullur og allt saman út núna á laugardaginn, og hafði úti um nóttina og allt var auðvitað blautt í gegn á sunnudagsmorgni - en hey, ég var bjartsýn að reyna þetta!

  ReplyDelete
  Replies
  1. já nú er loks hægt að nota tækifærið og mynda dúlleríið, vonandi að það fjúki ekki burt eða rennblotnar haha. Hlakka til að sjá þitt framlag ;)

   Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post Signature