Top Social

litir í eldhúsinu // more colors in the kitchen

February 11, 2015

Eldhúsið í heild sinni

 er eithvað sem ég hef ekki mikið vera að byrta myndir af hér á blogginu.
Það er að mörgu leiti kósý, en er í tveimur litum, grænt og eik, eins og var svo mikið þegar húsið var gert upp, eik alls staðar á milli skápa og endaplöturnar líka og illa farin eikarplata blasti við þegar horft var inní eldhúsið....
og það fór í mínar allra fínustu. 
Svo ég dró loks fram svarta málningu og rúllu og á nótíme var ég komin með stóra krítartöflu í staðin fyrir ljóta eikarplötu. 
og vá mikið er ég nú sátt við það.


Svo til að bæta enn betur inní litaflóruna í eldhúsinu, þá málaði ég tvo af eldhússtólunum um daginn,



Þeir höfðu verið lakkaðir hvítir fyrir löngu síðan,
en nú er annar gulur og hinn einhvernvegin myntugrænn,
og júbb voða sátt við þá líka.

Borðið er hægt að stækka í 6 manna svo ég á fleyri stóla og get því haft bara hvíta við borðið og sett þessa tvo til hliðar, þegar þannig liggur á mér.




Já eldhúsið er svo sannarlega langt frá því að vera í hvíta stílnum,
það er að verða mikið meira litríkt og retro.


Svo við skulum bara halla okkur aftur með kaffibollann
 og njóta þess að lífið er í lit.


Eigið góðann dag gott fólk,
Kær kveðja 
Stína Sæm




6 comments on "litir í eldhúsinu // more colors in the kitchen"
  1. Þetta er ofsalega fallegt hjá þér!
    Alveg geggjað að blanda litum saman. Eins og ég fíla hvítt á hvítt ofan þá getur það líka orðið einum of. Litirnir passa svo vel saman, bara snillingur :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Sigrún. og já sama hér, finst hvítt æði, en svo finst mér bara svona litir og retro gamalt með svo skemmtilegt líka.

      Delete
  2. I don't understand a thing but I love the interior -it's perfect;) are you from Iceland?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hi M.
      Thank you for a lovely words and welcome to my blog,
      and yes I am from Iceland.

      Delete
  3. Mikið er þetta fallegt og hlýlegt eldhús. Ég er sérlega hrifin af því hvernig stólarnir koma út :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það Guðný. Stólarnir gera svo sannarlega mikið fyrir eldhúsið,
      Takk fyrir innlitið og skilaboðin :)
      kveðja Stina

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature