Top Social

fannhvít jörð

December 17, 2014
Það er yfirleitt ekkert mjög snóþungt hér á suðurnesjunum, 
ef við fáum smá snjó fyrir jól þá er hann oftast farin jafnóðum,
og það er sjaldan að kafsnjói á þessum tíma.
Í gær skóf þó óvenju mikið fyrripart dags, með tilheyrandi blindbil, ófærð og fréttaflutningi 
og ég sat inni með kertaljós og huggó allan morguninn 
og dáðist að því örlitla útsýni sem ég hafði á tímabili.
Horfði á veröldina í kringum mig þekjast hvítri fallegri mjöllinni

Á pallinum hjá mér voru jafnvel farnir að myndast smá snjóskaflar
 og stólarnir mínir hafa eithvað fært sig til í rokinu síðustu daga, 
Held þeir séu að teigja sig eftir byrtunni. eða bara að horfa á runnana tvo sem kíkja þarna upp úr litla sæta snjóskaflinn. 


og jafnvel hér í yfirbygðum og upphituðum innganginum hjá mér breiddist hvít breiðan yfir allt...
sem sjaldan gerist. 
og sjáið bara hvað þetta er dásamlega fallegt.


kær kveðja héðan úr Reykjanesbænum
 með pínulitlu sætu snjóskaflana.
Stína Sæm




2 comments on "fannhvít jörð"
  1. thanks for the great pictures and inspirations, a nice evening wishes angie

    ReplyDelete
    Replies
    1. Thank you for a nice comment angie :)
      best wishes
      Stina

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature