Top Social

þorláksmessu kveðja

December 23, 2012
Jólatréð hjá mér var sett upp í vikunni 
og  mér finst þorláksmessukvöld tilvalið til að setja inn myndir af jólatrénu, enda var það lengi hefð hjá mér eins og svo mörgum öðrum að tréð væri skreytt á þorláksmessukvöl .




á trénu er hitt og þetta sem ég hef verið að safna mér í gegnumm árin, sumt frá mínum fyrstu árum og annað mun nýlegra. en allt á það sinn sess á trénu



Núna er ég að gera jóladesertinn og hlusta á jólakveðjur í útvarpinu
og svo fer ég að leggja á borðið og gera það klárt fyrir jólamáltíðina...

svo ég ákvað að setja með nokkrar myndir af borðstofunni sem bíður eftir því að fara í sparifötin fyrir hátíðarkvöldverðinn á morgun.

 Ég mun án efa setja inn myndir á morgun af jólaborðinu,
en mér finst alveg dásamlegt að vakna á aðfangadag og borðið  er uppdekkað og klárt fyrir hátíðina.

Vona að þið njótið kvöldsins hvort sem þið eruð að skreyta jólatréð, rölta um miðbæinn eða hvað annað jólastúss sem er.
Hafið  það sem allra best

Stína Sæm



Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature