Top Social

Home sweet home, forstofan

November 15, 2012

Gyllti liturinn hefur aðeins verið að læðast inn til mín aftur,
það byrjaði nú með gamla marokkó borðinu sem ég nældi í á háaloftinu hjá mömmu og pabba og er í kjallaranum sjá hér
en kopardótt og gyllt hefur oftast fengið að finna fyrir spreybrúsum, málningarpenslum eða bara  látið flakka.


Svo hefur nú gyllt verið að koma sterkt inn með rustic nature stílnum sem er svo áberandi í skandinaviskri hönnunn og að sjálfsögðu smitast ég með og var sko fljót að grípa þessa kertastjaka þegar vinkona mín bauð mér þá úr geymslunni hjá sér. Sá þá alveg fyrir mér í forstofunni, nú ef ekki þá mætti bara mála þá ;)

eins og sést hér þá er nú dáldið um gyllt í forstofunni hjá mér fyrir, 
en þar sem höldurnar á fataskápnum eru gylltar og gamaldags (eiginlega bara hallærislega gamaldags)  þá setti ég gylltar höldur á þennann skóskáp þegar ég málaði hann fyrir nokkrum árum. er nú ekkert voða sátt við þessar höldur.. aðeins of fínar fyrir frúna í dag, en þetta passar alveg svona.


hér er svo smá svona gróft og hrátt,
eldgamall vínkassi í aðalhlutverki með greinarkransi, könglum og trélukt
 og ullarteppi á gömlum kolli 
(sem  bíður þolinmóður eftir upplyftingu og nýju lífi sem td náttborð)

já það er alltaf gaman að breyta og skreyta og með nokkrum hlutum er komin smá vetrarstemning sem tekur á móti okkur í forstofunni.


HOME
SWEET
HOME


Stína Sæm


5 comments on "Home sweet home, forstofan"
  1. Ótrúlega kósí og flott! Æðisleg uppstillingin og svo flott að hafa smá gyllt með.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Flott hjá þér. Og skemmtilegt málverkið af skónum.
    Ég kíki á þig daglega en gleymi alltaf að kvitta fyrir komuna. Finnst rosa flott heima hjá þér, elska nýtnina hjá þér.
    Kveðja
    Kristín Sig.

    ReplyDelete
  3. Gordjöss! Er ekki mikið fyrir gyllt en verð bara að segja að þetta kemur æðislega vel út og ég alveg elska hráa fallega hornið þitt, svo kósý og flott eitthvað :)

    ReplyDelete
  4. ótrúlega notalegt og kósí hjá þér :-)

    ReplyDelete
  5. Algjört æði, svo kósý :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature