Top Social

í eldhúsinu hjá Svenngarden

October 20, 2011
mér finst eldhúsið hjá Svenngarden alveg einstaklega töff, öðruvísi  og skemmtilegt og hlakka alltaf til að sjá pósta frá henni um heldhúsið, því hún er alltaf að breyta og bæta, oft er það bara að sjá hvernig hún raðar litlum hlutum saman á borðinu eða í einhverju horni.

Svo ég ákvað að pósta um eldhúsið hennar og það var ægilega gaman að fletta til baka og sjá hvernig eldhúsið hefur breyst síðasta árið eða svo.

það sem sérstaklega einkennir elshúsið hennar er borðkrókurinn, með gamla kapalkeflinu, nýju stólunum hennar(jebb hún var að fá þá), geggjaða ljósinu og grófa veggnum. 
Innréttingin sjálf er öll í ljósari og bjartari kantinum eins og sést á þessari mynd...

með kryddjurtir útí glugga.

(nauðsynlegt að muna að vökva blómin.)

Hún er greynilega mikið fyrir krítarmálningu og hefur verið að teygja hana smátt og smátt inn eftir öllu eldhúsinu, en fyrst byrjaði það bara á litlum vegg í borðkrókknum (sést á efstu myndinni) sem upphaflega var hurðargat sem fyllt var upp í. 
Svo smá krítarmálning við hliðina á eldavelinni og núna er það alveg allur veggurinn í kringum innréttinguna.

hér er gaman hvernig litlir hvítir kassar, notaðir sem kryddhilla, blandast saman við krítarvegginn og stafina fyrir ofan, kemur allt út sem ein heild með kryddjurtum ofl í horninu  




Svo er alltaf svo töff hvernig hinum ýmsu hlutum er raðað á eldhúsborðið, að ég ákvað að taka nokkrar myndir saman. 
 (þegar svona er td raðað á bakka er minsta málið að taka bakkann af borðinu þegar lagt er á borð)






eigið góðann fimtudag
kveja af Suðurnesjunum
1 comment on "í eldhúsinu hjá Svenngarden"
  1. vá þetta er æðislegt eldhús, ég er alveg sérstaklega hrifin af eldhúsborðinu!!!
    Það er í einu orði sagt geggjað....
    Krítarmálningin er líka alveg að gera sig :o)
    Takk fyrir að pósta þessu,
    Kær kveðja Ásthildur.

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature