Top Social

spa hornið mitt

April 1, 2011
Frá því við fluttum hingað hef ég átt í mikilli baráttu við baðherbergið mitt...
Aðal orsökin: Bláu flísarnar!
Baðherbergið er flísalagt hólf í gólf í háglansandi hvítum og dökkbáum flísum, voða vandað og fínt og flott...
en bara svo svakalega glansandi og BLÁTT!


Þeir sem þekkja mig vita að ég og blátt..... bara gengur ekki saman.
Ekki það að mér finnist blár ljótur litur, alls ekki. Himininn, fjöllin, blái tónninn í snjónum, blá augu,
svo margt fallegt sem er blátt... ég vil hann bara ekki heima hjá mér nema í litlu magni.
Ég hef eytt næstum 4 árum í að reyna að sameina baðherbergið og litina sem höfða til mín, með fremur döprum árangri.
En núna hef ég ákveðið að reyna að sættast bara við baðherbergið og þykjast vera mjög hrifin af bláu.
og þá langaði mig í svona flott spa horn með gleri, hvítu og bláu þema..
og það mátti ekki kosta mikið.


voða fín krukka úr Netto



stenslar og glermálning

og hér er krukkan eftir meðferð.
Vínglas og kertaglös sem verslað var  í Tiger fékk sömu meðferð.



Ilmkerti, bað olia og bath fhizz keypt í rúmfó fyrir lítið.
Krukkan var fyllt með bað salti
(fullt af uppskriftum af dásamlegum baðvörum hér)


poki fylltur með þurkuðu lavender liggur á hvítum þvottapokum
(gefur pokunum ægilega góða lykt)

svo er bara að láta renna í baðið.
Kveikja á kertunum.
ná sér í eitt rautt


og njóta þess að enn er hægt að hafa notalega kertastemningu,
áður en sumarið kemur með sínar björtu  nætur ;)

Góða helgi;

7 comments on "spa hornið mitt"
  1. Ekkert smá sætt hjá þér. Er nýbúin að rekast á bloggið þitt...kem til með að kíkja higað reglulega!
    kv. Eybjörg.

    ReplyDelete
  2. Hrikalega saett....Hef aldrei stenslad a gler...frabaer hugmynd!

    ReplyDelete
  3. Rosalega flott hjá þér Stína enda algjör snillingur! Flott það sem þú stenslaði á krukkuna og glasið. Þarf nu endilega að kíkja í heimsókn og sjá allt það flotta sem að þú ert búin að gera.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  4. Ekkert smá flott hjá þér. Svo er bara að loka augunum og horfa ekki á bláu flísarnar

    Kv. Fríða

    ReplyDelete
  5. GEGGJAÐ flott :) Bláar flísar verða bara fallegar við svona dásemd!

    En eitt, hefuru prufað að mála flísarnar? Þær eru ekki svo stórar og ætti ekki að vera mikið mál :)

    ReplyDelete
  6. Ég skil svo vel vandann. Þoli ekki blátt, og alls ekki kóngablátt. EN maður getur farið í Pollýönnuleik og reynt, en hún er bara svo andsk.. leiðinleg til lengdar.
    Þetta er voða huggó , en þar sem hægt er að mála ALLT í dag myndi ég mála þessar í einhverjum fallegum naturlit, sand eða caffe latte, ég málaði líka slagbekkinn minn í þannig fullkomnum lit, af hverju segi ég fullkominn af því að það passa allir litir við hann, bæði brúnn og grár osfrv.

    Þú getur lagt höfuðið í bleyti og velt þessu fyrir þér. Þangað til er það Pollýanna og afsakaðu svo ritræpuna í mér.

    ps kemur vel út að stensla svona á gler...

    bestu kveðjur
    Dagný

    ReplyDelete
  7. Takk fyrir kommentin :)
    Ég var mikið að hugsa um að mála flísarnar í byrjun, en hef ekki þorað því, hrædd um að enda á að þurfa að rífa allt út og ég er ekki sú framkvæmdaglaðasta.
    Ég var að koma frá Ameríku og náði mér í svona eitt og annað á baðið. Í dásamlegu sápu og kremabúðunum skoðaði ég td krukkur og túpur í bláu en ekki endilega eftir lykt hehe
    kv Stina

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature