Top Social

í heimsókn í fjarlægu landi

October 9, 2011
Þetta fallega  heimili er til sölu i Tasmaníu, ef einhver ykkar er að leita sér að nýju heimili eða bara orlofshúsi til að skreppa í notalegt frí.

Bloggsíðan The Vintage Rose er falleg síða sem gaman er að skoða, hún er aðalega tileinkuð dásamlegri verslun sem ég væri alveg til í að komast í og gramsa og skoða og versla eitt og annað fallegt. En síðan er líka stútfull af fallegum myndum héðan og þaðan.

Eigandinn hinsvegar var að kaupa  sér hús  svo hún birti nokkrar myndir af gamla heimilinu sínu í sveitinni sem er til sölu og  er vægast sagt stórglæsilegt. 

Vá hvað ég væri til í að búa á svona heimili og ekki er umhverfið til að skemma fyrir.








get svo varla beðið eftir  að sjá nýja heimilið þegar þau eru búin að bæta það og laga en það er glæsilegt hús i borginni sem er byggt 1840 og er eylítið minna en þetta.


Þar til síðar;
hafið það sem allra best

Gamlar töskur

October 6, 2011
grangedecharme.canalblog.com

style me pretty

Vintage junky


Vintage junky

Domestically speaking

iiiinspired

funky junk interiors

Attic mag


barnaherbergi hjá Tyrifryd

October 5, 2011
Eitt af bloggunum sem ég skoða svo mikið er tyrifryd.com og mig langar til að sýna ykkur barnaherbergin hjá  henni. Hún var að taka í gegn herbergið hennar Sandrinu og það er ekki týbiskt stelpuherbergi svo ekki sé meira sagt. En alveg meiri háttar töff og flott herbergi og gæti jafnvel vel útfærst sem unglinga herbergi finst mér.
Þetta herbergi er líka eitt af þeim sem eru núna í NIB utfordringen og þá eru það veggfóðursútfærslur sem eru aðalmálið þar þessa vikuna.

En hér er herbergið hennar Sandrinu:
Rúmið er gert úr vörubrettum sem voru söguð til og sett saman svo stærðin yrði rétt, veggfóðrið er bara geggjað finst mér og skólaborðið, krítartaflan, útvarið á stólnum og gamla taskan á kommóðunni kemur með skemmtilegt retro lúkk í herbergið á móti grófu gólfinu, vörubrettunum og iðnaðartextílnum á púðunum.








Þið getið séð hvar hún fékk veggfóðrið og gólfið  hér
og svo er það öllu dömulegra herbergi :





allt um barnaherbergin hér.







Heimsókn í camper sands cabin

October 3, 2011
Þessi fallegi bústaður er staðsettur rétt fyrir utan London og er leigður út sem studio hjá beach studios.
Hann er einstaklega bjartur og skemmtilegur með stóru opnu eldhúsi og guðdómlega fallegum hvítþvegnum gólffjölum, allt hvítmálað og prítt gömlum húsgögnum og munum.
Einfaldur, gamall og bjartur stíll... just love it!



















kveðja og knús;

Jeanne d´Arc Living, haust 2011

October 1, 2011





Mikið væri ég til í að blaða í gegnum haustblaðið hjá Jeanne d´Arc living .

Auto Post Signature

Auto Post  Signature