Top Social

Plaststóll málaður með Fusion málningu

July 24, 2018

Ég á nokkra, virkilega upplitaða og sjúskaða, græna plaststóla sem ég hef stunudum spáð í að losa mig við, en þeir eru bara geymdir undir tröppum á pallinum og notaðir ef eithvað stendur til og vantar fleyri sæti úti..... sem er ekki oft skal ég viðurkenna.
Ég hafði séð svona plast stóla málaða á Fusion síðuni svo ég freistaðist til að prufa


Tveir af stólunum eru þó notaðir uppi á svölum og þeir eru aðeins öðruvísi en restin með aðeins hærra baki svo ég valdi einn af þeim til að byrja á.



og þar sem það er nú ekki alltaf veður til að mála útihúsgögn utandyra þá tók ég einn þeirra inn,
þreif hann vel og svo bara málaði ég beint á plastið með litnum Ash frá Fusion.

Fusion er akríl málning með mikla viðloðun en við erum þó með efni sem heitir ultra grip og er notað sem grunnur á hluti sem eru virkilega sjæni og ekki hægt að rispa yfirborðið, eins og td húsgögn með laminate-plasthúðini, gler eða álíka. 
og í flestum tilfellum myndi ég mæla með því líka á svona plast stóla en þessir voru svo virkilega veðurbarðir að plastið var alveg matt og yfirborðið bara orðið frekar gróft.
Svo ég bara málaði beint á plastið, 
eina umferð.


Hér er svo fyrir/eftir mynd,
nýmálaða stólnum stillt upp með einum ómáluðum... sem væntanlega er þá næstur undir pensilinn!


En hér koma svo nokkrar myndir af stólnum niðri á palli:


Liturinn Ash er alveg kolagrár, næstum svartur en ekki alveg,





jújú og svo eru fleyri málningarverkefni á pallinum sem ég á eftir að sýna ykkur.

 Fusion málninguna finnið þið í netversluni:

og svo set ég inn linka á góð ráð og leiðbiningar um málninguna, 
bæði á Pinterest og á facebook síðuna.

Kíkið líka á grúbbuna Málum svo margt fallegt




Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature