Top Social

Borðstofuskápur Málaður Með Milk Paint, í Typewryter svörtum

April 7, 2016
Eins og ég sagði frá í Breytt og bætt bloggpóstinum í vikunni, þá ætla að ég sýna ykkur nokkrar myndir af gamla þreytta borðstofuskápnum sem ég málaði um páskana.

 


Þetta var líklega eitt fljótlegasta verkefni sem ég hef gert, 
hann er svo sléttur og einfaldur að gerð.
Ég eyddi kanski 5 mín í að pússa létt yfir hann fyrst, bara rétt til að rispa yfirborðið aðeins og svo málaði ég eina umferð með Typewryter frá Miss mustard seed´s milk paint, 
loks bar ég Hemp olíuna á hann, en mér finst hún frábær, bæði er ég svo hrifin af áferðini og svo er svo lítið mál að bera hana á.

Svart er eiginlega eins og hvítt að því leitinu að hann er svo hlutlaus að allt passar með honum og það er hægt að raða hvernig sem er á skápinn í dag.

Hér er mynd sem gefur smá hugmynd um hvernig skápurinn leit út áður.
Hann var fallegur og með sinn sjarma, en farin að láta á sjá og ekki alveg að virka svona fanst mér.
Svo við skulum skoða aðeins betur hvernig hann kemur út í dag.


Að hluta til var ljós viður í skápnum og þar var málningin frekar gisin, en í staðin fyrir að fara aðra umferð þar, þá sjúskaði ég það bara enn meira með sandpappír á eftir, til að fá meiri karakter.



Nú þarf ég bara að finna nýjar höldur, ég á eina sem mér finst passa fullkomnlega og í næstu Reykjvíkurferð ætla ég að athuga hvort þær séu enn til. 
og þá verður hann klár.

Algjör sjarmur.




Eldhúsborðið og stólarnir er líka málað í sama svarta litnum, svo það er tenging þar á milli, enda rýmið opið svo eldhús og borðstofa rennur saman.
Hér bloggaði ég um það verkefni)


Svo Margt Fallegt á 


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
4 comments on "Borðstofuskápur Málaður Með Milk Paint, í Typewryter svörtum "
  1. Svakalega fallegur skápur og borðstofusettið geggjað!
    Kveðja, Þorbjörg Gunnarsdóttir

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk Þorbjörg, ég er rosalega sátt með hvortveggja :)

      Delete
  2. Til lukku ;) Frábær endurlífgun á fallega borðinu þínu og skápnum! Þú ert búin að koma mér í gírinn, ég málaði gamlan glerskáp og borð hvítt fyrir 3 árum og hef alltaf séð eftir því. Hugsaði bara ekki út í að strippa poleringuna af! Þegar ég sé hversu vel tókst til hjá þér þá langar mig að prófa það. Hvaða stripper notaðir þú?

    ReplyDelete
    Replies
    1. held það heiti bara paint stripper, er í brúsa ekki dós og er ekki svona mikið eitur eins og þetta var alltaf. Ég að vísu tók ekki póleringuna af þar sem ég málaði, bara af borðplötuni.

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature