Top Social

Urban jungle bloggers áskorun: plants and art

September 29, 2015

Ég var að prenta út myndir og setja í hilluna hjá hengiplöntunum mínum, langaði í smá haustþema, fann mildar haustlegar myndir á netinu og skellti þeim í ramma uppí litlu krúttlegu hilluna mína.
Þar sem þær fara svo vel með plöntunum í henginu.


og þar sem september-áskorunin hjá Urban jungle bloggers er "plants and art" þá tek ég þeirri áskorun hér með og deili með ykkur minni útgáfu af Plants and art.

og ef okkur finst útprentaðar myndir af netinu ekki merkileg list fyrir svona áksorun.....

þá er það stafli af listasafni Fjölva - líf og list meistarana, 
þeirra Leonads, Manets og allra þeirra félaga, 
 með nýju fallegu, litlu plöntunni minni og gömlu riðguðu luktunum.

og það kæru lesendur má sko með sanni kalla plöntur og list!

já þetta er mín útgáfa af plöntum og list,
og það er sko sjálf Móna Lísa sem prýðir bókakápuna sem plantan mín stendur á.


Ég þakka Urban jungle bloggers fyrir skemmtilega áskorun,
en mánaðarlega fæ ég tölvupóst með nýrri áskorun sem ég svo vel hvort ég tek þátt í eða ekki.
Loksins sló ég til enda er nóg plöntuúrvalið að verða á heimilinu.

Ég er nú þegar búin að fá email um næstu áskorun, þá eru það plöntur og blóm,
En gaman getur verið að stilla saman grænum pottaplöntum og blómstrandi blómum...
hver veit... kanski ég taki þátt.

Ef þið hafið gaman af plöntum kíkið þá á fleyri plöntuóða bloggara hjá


Hafið það sem allra best,
Kær kvðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature