Top Social

Góða helgi

August 9, 2013

Um leið og ný helgi gengur í garð, 
og ég krossa alla fingur að sumarið sé nú ekki alveg búið,
lít ég til baka og skoða myndir frá fallegum og heitum laugardegi í Júlí, 


þegar við sátum úti í sólinni allann daginn, 
borðuðum grillmat í góðum felagskap á pallinum og buðum svo gestunum að njóta sköldsólarinnar á svölunum, meðan börnin léku sér niðri á bletti allt kvöldið.

Svo sátum við hjónin  eftir á svölunum með kertaljósin á fallegri sumarnótt, 
og þá dró ég framm myndavelina 


Batterísluktir úr Tiger og kertaljósin gáfu notalega stemningu á svölunum meðan við horfðum á sólina setjast.

Eiginlega var orðið of dimmt til að taka myndir þegar ég svo fór niður til að mynda á pallinum, ég náði flottri kertastemningu en þær voru bara flestar ónothæfar, orðið aaallt of dimmt. 
En mér finst best að ná kertastemningu þegar birtan er bara rétt að byrja að dofna....
 okkur finst næstum of bjart til að nota kerti... 
þá mæli ég með kertamyndatöku ;) 

Vonandi lætur sólin aðeins sjá sig um helgina,
því ég væri alveg sátt við eina góða helgi í viðbót áður en haustið gengur í garð.

En hvernig sem það fer þá óska ég ykkur öllum gleðilegrar helgar,
helgarknús
Stína Sæm


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature