Top Social

fyrir börnin.

May 12, 2012
Heilt hús gert upp á einum degi.
hjá The house by the fjörd:

En  hún Björg fékk gamla húsið sem systir hennar átti og þar sem að húsið var mikið farið að láta á sjá, þá fékk það algjörlega nýtt útlit, með nýju þakefni, gólfefni, veggfóðri, málningu og ný húsgögn, sem auðvelt er að nálgast núna, þar sem nýtt Lundby er selt í dag og allt sem í þau þarf... og líka ljósin sko

Mér finst Lundby húsin alveg einstaklega sjarmerandi og falleg og man svo vel eftir þeim frá því ég var lítil og er ein af eim sem fagna endurkomu þeirra. En þau eru svo raunveruleg og með þeim fylgir allt sem fallegu húsi þarf að fylgja. ég man td  hvað ég var heilluð af ljósunum, sem hægt var að kveikja á, fanst það svoo merkilegt og flott.

 Þessi litla dama var ánægð með að fá þetta fallega gamla Lundby hús
sem mamma hennar gerði upp fyrir hana.
Sjáið nærmyndir af herbergjunum hjá; 


Sumir liggja með gömlu húsin enn og ég verð að segja  að þau hafa sinn sjarma svona gömul og orginal, en svo fyrir þá sem ekki eru hrifnir af gömlu þreittu dóti þá er gott að vita að það er alls ekki flókið að gera húsið upp, svo það verður eins og nýtt.

Og ef einhver á gamalt svona hús í geimslu en treystir sér ekki í verkið sjálf(ur)  þá væri ég meira en tilbúin til að taka verkið að mér.

Ef þið hafið fyrirspurn hafið samband á 
stinasaem@gmail.com










Stína Sæm



4 comments on "fyrir börnin."
  1. Mig langar einmitt að láta hressa upp á gamla dúkkuhúsið mitt sem að afi smíðaði handa mér;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
    Replies
    1. ójá Hjördís það er svo flott, og væri frábært að gefa því nýtt líf. Það er bara notaður skrapp pappír sem veggfóður, og ekki vantar þá úrvalið. Ég skal svo bara gera þetta fyrir þig ef þú vilt ;)

      Delete
  2. Já það væri gaman;) Hef allatf ætlað mér að laga það aðeins til en hef ekki komið því enn í verk.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature