Top Social

stofan mín fölnar upp smátt og smátt

June 20, 2011
Ég var að finna myndir í tölvunni, síðan ég málaði stofuborðið fyrir nokkru síðan og sá þá hvað stofan hefur verið að lýsast upp með tímanum


Hér er borðið áður en ég málaði það, allt frekar brúnt og Stínulegt þarna.

pínu hvítt komið... en ekki mikið, 
og hvíti bakkinn komin á borðið


Húsfreyjan dottin niður í heimilisbloggin....

.....og svona er staðan orðin núna.
Aðeins farið að byrta yfir þessum hluta stofunnar ekki satt?

Það er margt annað sem ætlunin er að mála hvítt, enda finst mér alvöru gömlu mublurnar njóta sín betur þegar hitt, sem er allt úr sitthvorri áttinni, er komið í hvítann búning.
Þannig er hægt að vera með samtíning af gömlu dóti héðan og þaðan, og allt er í samræmi...
eða það er amk stefnan sem ég hef tekið

.

2 comments on "stofan mín fölnar upp smátt og smátt"
  1. Hæhæ:) Frábært bloggið þitt. Ég er svo innilega í sömu hugleiðingum með húsgögnin mín svo ég er aðeins að sanka að mér upplýsingum um KOSTNAÐ;)

    Hefuru reiknað út hvað kostaði þig að mála stofuborðið... er þetta ekki annars kalkmálning og grunnur og lakk??

    ReplyDelete
  2. sæl Ásta Maria
    ég veit nú ekki hvað það kostaði að mála borðið, ég gerði það áður en ég kynntist kalkmálningunni og notaði akrílmálningu sem ég hafði keypt sérstaklega til að mála húsgögn og hurðarnar á forstofuskápnum og hvorki grunnaði né lakkaði en svona málningu er frekar erfitt að pússa svona niður.
    Hins vegar keypti ég seinna litla dollu af hvítri kalkmálningu sem er frekar dýr en ég er búin að nota mikið og virðist endast endalaust. og þetta borð hefði ég þá kalkað og bara lakkað yfir borðplötuna.
    Ég tek það framm að ég er með króníska nísku svo allt sem ég geri kostar mjögn lítið ;)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature