Ég sit hér inni og læt mig dreyma um endalaust logn allt sumarið, svo ég geti fyllt svalirnar mínar af punti og dúlleríi og flatmagað svo þar í sólinni langt framm eftir degi, eða bara dúllað mér við fallegu heimaræktuðu blómin mín sem blómstra í öllum regnbogans litum í blómapottum á draumasvölunum.....
En ok ef það er sól og blíða eru miklar líkur á að það sé þó einhver næðingur á svölunum, svo það er eins gott að setja þar stór blómaker með runnagróðri svo ég fái skjól, hef enn ekki náð að rækta mín eigin sumarblóm og betra að puntið og dúlleríið sé ekki of mikið svo ég sé fljót að forða því inn þegar spáin er rigning og rok næstu daga!
já og svo væri ég til í hitara..
en hér koma nokkrar mydnir sem mér fisnt sjarmerandi fyrir svona eðalsvæði.
Þessar svalir finst mér algjört æði..
létt og ljóst yfirbragð og blómapottar í kössum og tröppum.. veit þó ekki hversu sniðugt það væri hér.
Einfalt og nett.
finst þetta svo rómó og huggulegt.
svo er það smáatriðin... blóm í sink fötu og stórum gömlum potti og mikið langar mig í svona trjádrumpa til ða hafa á pallinum eða svölunum.
finst þessi grúbba af luktum og blómakörfum alveg vera málið
þetta finst mér algjört æði.. er að vísu yfirbyggð verönd en fint þetta svo fallegt.
já væri til í að þessar svalir myndu flytja heim til mín
jája punt í hillu úppi svölum...
ekki alveg að sjá það endast lengi en stólinn og blómapottarnir er frekar það sem ég er að horfa á ;)
og þetta er bara smart.
þvílika dúlleríið!
Alveg hrikalega sætt en myndi draga ögn úr krúttlegheitunum fyrir mínar svalir... en bara smá;)
gordjös útisvæði..
alveg eins og er á draumasvölunum mínum í fullkomna endalausa logninu
og þetta líka algjört æði.