Top Social

í búðarleik.

June 29, 2012
Mig langar til að slá til og vera með í leik sem Kremmerhuset er með.
en bloggið þeirra er eins árs og við fögnum því saman að sjálfsögðu.

Hér kemur óskalistinn minn frá þeim, 
væri svo til í að eignast allar þessar sumarlegu og fallegu vörur sem fást í netversluninni og flest af þessu var ég að skoða og langa í þegar ég kíkti í eina búðina þeirra í Drammen um daginn.



Leikurinn er ósköp einfaldur.

kíktu á hann hér.
 Ég ætla amk að láta reyna á hepnina.

Stína Sæm



sumardraumar

June 26, 2012

Ég sit hér inni og læt mig dreyma um endalaust logn allt sumarið, svo ég geti fyllt svalirnar mínar af punti og dúlleríi og flatmagað svo þar í sólinni langt framm eftir degi, eða bara dúllað mér við fallegu heimaræktuðu blómin mín sem blómstra í öllum regnbogans litum í blómapottum á draumasvölunum.....

En ok ef það er sól og blíða eru miklar líkur á að það sé þó einhver næðingur á svölunum, svo það er eins gott að setja þar stór blómaker með runnagróðri svo ég fái skjól, hef enn ekki náð að rækta mín eigin sumarblóm og betra að puntið og dúlleríið sé ekki of mikið svo ég sé fljót að forða því inn þegar spáin er rigning og rok næstu daga!
já og svo væri ég  til í hitara..
en hér koma nokkrar mydnir sem mér fisnt sjarmerandi fyrir svona eðalsvæði.


Þessar svalir finst mér algjört æði.. 
létt og ljóst yfirbragð og blómapottar í kössum og tröppum.. veit þó ekki hversu sniðugt það væri hér.


 Einfalt og nett.

 finst þetta svo rómó og huggulegt.

my old blue suitcase
svo er það smáatriðin... blóm í sink fötu og stórum gömlum potti og mikið langar mig í svona trjádrumpa til ða hafa á pallinum eða svölunum.
finst þessi grúbba af luktum og blómakörfum alveg vera málið


jordegaard.blogg.no
þetta finst mér algjört æði.. er að vísu yfirbyggð verönd en fint þetta svo fallegt. 


já væri til í að þessar svalir myndu flytja heim til mín
annhelensin.blogg.no

jája punt í hillu úppi svölum...
 ekki alveg að sjá það endast lengi en stólinn og blómapottarnir er frekar það sem ég er að horfa á ;)

og þetta er bara smart.

þvílika dúlleríið! 
Alveg hrikalega sætt en myndi draga ögn úr krúttlegheitunum fyrir mínar svalir... en bara smá;)
 gordjös útisvæði..
 alveg eins og er á draumasvölunum mínum í fullkomna endalausa logninu

svenngaarden.blogspot.com

 og þetta líka algjört æði.





Stína Sæm




á svölunum

June 25, 2012

Svalirnar eru stórar og góðar og þar skín sólin langt frammeftir kvöldi á góðum dögum.
og ef vindáttin er rétt..eða engin.. þá er virkilega gott þarna á kvöldin.


En við höfum alls ekki verið dugleg að nota svalirnar, og þar er ekkert...
hvorki blóm né annað sem gerir þær notalegar og kósý.
ég er að vísu alltaf með borð og stóla þar, og núna eru þar sömu stólarnir og borðið, sem var við kofann um daginn. (sjá hér)
En það kemur fyrir að ég sest þarna uppi.... 
þegar það er enn heitt úti, en kominn skuggi á pallinn og ég bara alls ekki tilbúin til að fara inn. 
Þá er ósköp notalegt að setjast út eftir kvöldmat og bara njóta.
 Mig langar til að gera svalirnar dáldið kósý og flottar, með fullt af blómum, kósý og sæt húsgögn og helst svona hitablásara svo það sé hægt að nota þær enn meira.
Svalirnar eru mjög stórar svo þær myndu bera stóra blómapotta og ker með runnum og blómum.
Ég vona að ég eigi eftir að koma með fallegri myndir af fallegri svölum seinna í sumar eða amk næsta sumar.
En þangað til ætla ég að halda áfram að nota það sem fyrir er og breyða yfir það teppi og púða.
 og að sjálfsögðu að skoða fallegar svalir á netinu til að fá hugmyndir...  
og næsti póstur verður svona svala inspiration.
Líst okkur ekki bara vel á það?



Stína Sæm



sætur sunnudagur ....

June 24, 2012
... með jarðaberjabragði



http://blogs.babble.com

valeriasknitknit.blogspot.com

strawberry shortcake in a jar

strawberry pretzel dessert in jars




Stína Sæm



á Pepper´s pizza

June 22, 2012
Við Eirdís skelltum okkur á Pepper´s pizza á lestarstöðinni í Drammen um síðustu helgi.
og á meðan við biðum eftri pizzunni okkar, rölti ég um og tók myndir af staðnum,
 sem var stútfullur af skemmtilegu gömlu dóti.. 
og við vorum það snemma á ferð að það var enginn þarna svo ég myndaði um allt eins og vitleysingur í allt of lítilli byrtu!





 og svo kom pizzan sem var kanski aðeins of stór fyrir okkur tvær,

 en alveg svakalega góð með slettum af barbeque sósu mmmm.
Tókum svo restina með okkur og borðuðum í kvöldmat, eftir heilann dag í mollinu.

Dísin mín var amk sátt við pizzuna sína
 og þau  eru svo að koma heim í næstu viku og þá er nokkuð víst að það verður enginn föstudagur án þess að pizza sé á borðinu.


Eigið góðann föstudag
Stína Sæm


á sumarkvöldi.

June 21, 2012
þetta er annar dagurinn í röð sem ég byrti myndir frá borðstofunni.
Það hefur engu verið breytt.. 
ekkert endurraðað eða neinu bætt við frá því í gær...

en í þetta sinn er borðstofan böðuð í geislum kvöldsólarinnar,

sem lýsir upp skápana...
og málar fallegasta listaverk á veggina.

Í nótt voru sumarsólstöður svo þetta var lengsti dagur ársins og þessar myndir því vel við hæfi ekki satt!


Eru ekki sumarkvöldin dásamleg?
Stína Sæm


á góðum degi

June 20, 2012
Sjáið nýju fínu skálina mína!!
finst hún eiginlega bara fullkomin, eins og gerð eftir minni uppskrift; munstrið, litirnir og mmmmm innilhaldið. En ég nældi mér í hana í einni af ofurgirnilegu búðunum í Noregi og bakkann líka.

Svo eru það blöðin... eigum við að ræða þau eithvað! ferðafélagar mínir heim í lestinni og flugvélinni voru Bolig plus og Vakre hjem & interior og eitt annað sumar blað. Er svo búin að fletta þeim svo mikið síðan ég kom heim að líklega eru myndirnar farnar að eyðast upp. 
Fór ekki illa um mig í dag með tobollann, fallega tímaritið mitt og súkkulaðirúsinur í nýju fínu skálinni.

Alltaf hægt að treysta á yogi tea með gott veganesti inn í daginn.



Get bara ekki hætt að dáðst að skálinni.

En gleymum ekki að gleðjast yfir því góða í lífinu, hvort sem það eru nýjar skálar og tímarit,
systir sem kíkir í heimsókn á miðjum degi, mynd af litilli frænku á fb, sólin að kikja bakvið skýin á skúradegi eða góður tesopi.
Ef við virkilega elskum fólkið í kringum okkur og kunnum að meta það, eigum við svo sannarlega stóra fjölskyldu.

Hvað gleður þig á ósköp venjulegum degi?
Stína Sæm

Auto Post Signature

Auto Post  Signature