I garðinum hjá Sofi er margt fallegt að sjá,
þar er m.a. hænsnakofi og gróðurhús þar sem hún ræktar óteljandi sumarblóm og plöntur. lítil verslun með handverk, plöntur og hitt og þetta gamalt og fallegt.
En í garðinum úir og grúir af plöntum og gömlu "drasli" sem saman myndar villta og ævintyralega heild.
Hér eru allir mögulegir hlutir notaðir undir blóm..
meðal annars gamall barnavagn og þessi eldgamli fallegi dúkkuvagn...
sem ég veit hins vegar ekki hvort ég myndi tíma að nota undir blóm úti í garði haha
inni í gróðurhúsinu er ýmislegt sniðugt að sjá. Gömul mjólkurkanna sómir sér t.d. ósköp vel með blómum uppí á borði í gróðurhúsinu
og ég er ánægð að sjá þennann ávaxta kassa þarna, þar sem ég er með svipaða kassa á pallinum.. í mjög svipuðum tilgangi :)
Þessir pottar eru fötur og niðursuðudollur sem hefur verið málað og svo setta fallegar myndir á...
nú fer ég að sanka að mér niðursuðudollum, prenta út myndir og ... já kanski ég byrji á að læra að rækta mín eigin sumarblóm.
...væri þá alveg til í svona gróður hús
hér er gagnlegt vinnuborð fyrir utan gróðurhúsið...
...sem leit svona út í vetur.
Heimsækið Sofias Bod
Takk fyrir skemmtilegt blogg :)
ReplyDeleteSigga í Hveragerði :)
Þakka þér sömuleiðis, alltaf svo gaman að sjá hverjir kíkja hér inn. Gaman að heyra í þér Sigga
DeleteVá hér er líf og fjör! Ég elska þessi frumlegheit öll og að nýta hitt og þetta, alveg í mínum anda, farin út í garð að græja í þessari dásamlegu kvöldblíðu sem hér er - góða helgi áfram:)!!
ReplyDeletejá Góða helgi Kristín, njóttu kvöldsins og blíðunnar :)
DeleteNiðursuðdósirnar og föturnar með myndunum eru snilld!
ReplyDelete