Ég var í Noregi um helgina að heimsækja fallegu stjúpbörnin mín,
og átti dásamlegann tíma með þeim í alveg hreint undursamlegu umhverfi (það á sko ekkert að spara lýsingarorðin eftir svona ferð)
Fyrir utan það að eyða tíma með krökkunum og fjölskyldunni þeira úti,
þá skoðaði ég hús....
þetta hús var td við hliðina á húsinu sem ég gisti í
og næstu hús eru þau sem voru þar við hliðina og í allra næsta umhverfi
Svona hrikalega flott hús voru um allt en ég lét nægja að mynda bara þau sem voru í hverfinu þar sem ég var. Svo var fullt af flottum húsum í kring þar sem krakkarnir búa líka en þetta er nóg af húsum í bili.
því ég fór líka í búðir...
og það er sko ekki slæmt fyrir konu eins og mig að komast í interior búðir í Noregi, svona búðir eins og Sirka á Akureyri og Sjöfn á selfossi, en þarna eru þær um allt mollið.
Það var kíkt í fullt af búðum sem ég hef áður séð á netinu eins og td Kremmerhuset ogfl sem ég tók ekki eftir hvað heita en selja hitt og þetta sem ég hef séð hjá uppáhalds bloggurunum mínum.
En hér eru nokkrar teknar í Home & Cottage:
Dísin mín valdi sér nokkur notaleg húsgögn til að máta og prufa...
og auðvitað læddist eitt og annað með í töskuna, sem ég er að koma fyrir hér heima og skal svo sýna ykkur fljótlega.
Hafið það gott í dag,
Mann langar til að versla þarna ! Takk fyrir fallegar myndir og skemmtilegt blogg :)
ReplyDeletekv,
Elísabet í París
Æðislega eru þetta falleg hús þarna í Noregi..... og vel teknar myndir hjá þér ... og búðirnar Vááá...hvað það hefur verið gaman hjá þér takk fyrir þetta.
ReplyDeletekv.KK
ohhhh.....ég er svo sammála þér. Við vorum að koma frá Noregi í nótt og það var svo yndislegt að keyra um norsku sveitirnar og sjá öll þessi fallegu og sjarmerandi hús....og alveg ótrúlegt hvað allt er snyrtilegt þarna :-)
ReplyDelete...og eigum við eitthvað að ræða búðirnar...hehe....allavega náðum við að versla slatta í þessum búðum m.a. Kremmerhuset. Finnst alveg vanta svona búðir hérna klakann...kannski maður fari bara í business;-)
kv
Kristín Vald