Sjáið nýju fínu skálina mína!!
finst hún eiginlega bara fullkomin, eins og gerð eftir minni uppskrift; munstrið, litirnir og mmmmm innilhaldið. En ég nældi mér í hana í einni af ofurgirnilegu búðunum í Noregi og bakkann líka.
Svo eru það blöðin... eigum við að ræða þau eithvað! ferðafélagar mínir heim í lestinni og flugvélinni voru Bolig plus og Vakre hjem & interior og eitt annað sumar blað. Er svo búin að fletta þeim svo mikið síðan ég kom heim að líklega eru myndirnar farnar að eyðast upp.
Fór ekki illa um mig í dag með tobollann, fallega tímaritið mitt og súkkulaðirúsinur í nýju fínu skálinni.
Alltaf hægt að treysta á yogi tea með gott veganesti inn í daginn.
Get bara ekki hætt að dáðst að skálinni.
En gleymum ekki að gleðjast yfir því góða í lífinu, hvort sem það eru nýjar skálar og tímarit,
systir sem kíkir í heimsókn á miðjum degi, mynd af litilli frænku á fb, sólin að kikja bakvið skýin á skúradegi eða góður tesopi.
Ef við virkilega elskum fólkið í kringum okkur og kunnum að meta það, eigum við svo sannarlega stóra fjölskyldu.
Hvað gleður þig á ósköp venjulegum degi?
Svooo fallegt elsku Stína! Það hefur verið gaman að kíkja í búðirnar í Norge;) Líst líka hrikalega vel á tímaritin;)
ReplyDeleteKv.Hjördís
Já Hjördís ég væri til í að hafa þessar búðir allar hér heima, en þetta er auðvitað meira gaman í útlöndum ekki satt?
ReplyDelete.. og þú færð að kikja í blöðin ef þú kemur í heimsókn ;)