um helgina var blásið til veislu í Ikea...
og það þýðir að dúndur tilboð voru á hinu og þessu og meðal annars voru stólar, sem ég hef verið að renna hýru auga til, á spottprís.
Svo Gunni minn renndi í höfuðborgina til að redda konunni nýjum og fínum stól fyrir morgunhornið á pallinum.. og auðvitað fékk hann líka einn stól.
svo núna eru tveir nýjir og kósý stólar á pallinum, upp við kofann þar sem sólin skín á morgnana.
Svona stólar sem notalegt er að sitja í og lesa blöðin með kaffibollann á arminum.
bakkaborðið mitt fær að vera úti í svona góðu veðri.. hleyp svo með það inn á kvöldin ásamt fleyru, eftir þvi hvernig spáin er.
og þessi myndarlegi töffari er aldrey langt undan, þegar ég sit úti.. þó hann leiti nú oftast í skugga greyið.
Æðislegir nýju stólarnir! Það á sko eftir að fara vel um ykkur í þeim;)
ReplyDeleteKv.Hjördís
Vá til lukku með nýju stólana - og bara allt þarna, allt æðislegt!!
ReplyDeleteohh frábært að eiga svona horn þar sem það er alltaf sól :)
ReplyDeletenauuu flottir stólar, ég hef ekki séð þessa áður. rosalega töff og það er svo flottur hjá þér pallurinn, get alveg ímyndað mér að það sé kósí að sitja þarna í horninu hjá þér.
ReplyDeletejá pallurinn er það stór að það er alltaf sól á einhverjum hluta hans á öllum tímum dagsins, svo ég er með morgun horn, hádegis, og svo aðalsvæðið þar sem sólin er restina af deginum, og þá sit ég á móti nýju stólunum og dáist að þeim ;) hehe
ReplyDeleteTakk innilega fyrir að kikja og kommenta, þið eruð æði :)
Gordjöss alveg :) Þessir eru dásemd, búin að horfa löngunaraugum á þá í lengri í tíma!
ReplyDeleteÞeir eru á helmingafslætti núna í ikea, og er alveg hrikalega ánægð með þá.
Delete