Top Social

á svölunum

June 25, 2012

Svalirnar eru stórar og góðar og þar skín sólin langt frammeftir kvöldi á góðum dögum.
og ef vindáttin er rétt..eða engin.. þá er virkilega gott þarna á kvöldin.


En við höfum alls ekki verið dugleg að nota svalirnar, og þar er ekkert...
hvorki blóm né annað sem gerir þær notalegar og kósý.
ég er að vísu alltaf með borð og stóla þar, og núna eru þar sömu stólarnir og borðið, sem var við kofann um daginn. (sjá hér)
En það kemur fyrir að ég sest þarna uppi.... 
þegar það er enn heitt úti, en kominn skuggi á pallinn og ég bara alls ekki tilbúin til að fara inn. 
Þá er ósköp notalegt að setjast út eftir kvöldmat og bara njóta.
 Mig langar til að gera svalirnar dáldið kósý og flottar, með fullt af blómum, kósý og sæt húsgögn og helst svona hitablásara svo það sé hægt að nota þær enn meira.
Svalirnar eru mjög stórar svo þær myndu bera stóra blómapotta og ker með runnum og blómum.
Ég vona að ég eigi eftir að koma með fallegri myndir af fallegri svölum seinna í sumar eða amk næsta sumar.
En þangað til ætla ég að halda áfram að nota það sem fyrir er og breyða yfir það teppi og púða.
 og að sjálfsögðu að skoða fallegar svalir á netinu til að fá hugmyndir...  
og næsti póstur verður svona svala inspiration.
Líst okkur ekki bara vel á það?



Stína Sæm



Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature