Hún Dossa hjá Skreytum hús, kom með frábæra áskorun um daginn fyrir allar pinterest óðar bloggvinkonurnar.
Áskorunin felst í því að: gera einhvern hlut sem þið eruð búnar að pinna til þess að DIY-a í framtíðinni.
Svo brást á þessi líka bongoblíða og ég hef kvorki verið að föndra né verið mjög dugleg hér á blogginu.
En ákvað að skella einu litlu sætu verkefni hér inn, bara svo ég sé með áður en tíminn rennur út...það eru sko bara 3 klst eftir af tímarammanum þegar ég byrja á þessum pósti.
Mitt innlegg í þessa áskorun er sem sagt lítill og sætur, ofureinfaldur órói í kofann minn.
Falleg fyrirmynd;
Fyrir nokkru síðan rakst ég á þessa mynd hjá Huset ved fjorden og þar sem ég átti litla þreytta og frekar lítið smart lampaskerma skellti ég myndinni á pinterest til að eiga til seinni tíma.
Þegar áskorunin fór í gang var ég byrjuð og búin að hengja halfklárað verkefnið upp á "háaloftið" í kofanum....
það bara vantaði fallegann fugl eða fiðrildi til að klára verkið.
En svo rakst ég á súper falleg fiðrildi í vikunni, ætlunin var í upphafi að föndra pappírsfiðrildi, eða finn afugla eins og Dossa var með í afmælispóstinum, en þessi vildu bara svo endilega fá að vera með ;)
ég skellti mér út í kofa í dag og smellti af einni mynd.. og úps batteríið kláraðist, svo það er engin nærmynd, en ég bæti betri mynd inn seinna.
Edit:
Búin að hlaða batteríið og bæti við nýjum myndum.
Svo ætla ég að prufa að vefja batterís seríu í þetta í haust þar sem það er ekkert ljós í kofanum, og ég á annann skerm sem fær svipaða meðhöndlun en ekki alveg nákvæmlega eins, verða líklega flottir tveir saman.
Hvernig líst ykkur á þetta?
Edit:
Búin að hlaða batteríið og bæti við nýjum myndum.
Svo ætla ég að prufa að vefja batterís seríu í þetta í haust þar sem það er ekkert ljós í kofanum, og ég á annann skerm sem fær svipaða meðhöndlun en ekki alveg nákvæmlega eins, verða líklega flottir tveir saman.
Hvernig líst ykkur á þetta?
Ég linka inná dossag.blogspot.com kíkið inn og sjáið hin DIY verkefnin.
Æ þvílíkt krúttlegt hjá þér, flott útfærsla á hugmyndinni - enn flottara en fyrirmyndin auðvitað - og flott hjá þér að ná að vera með!
ReplyDeleteÞetta er þvílíkt krúttlegt og flott!
ReplyDeleteKv.Hjördís
Mjög flott! Hvar fékkstu þessi fínu fiðrildi?
ReplyDeleteég sá þessi í blómaval í Njarðvík. Voru held ég bara gerð fyrir svona verkefni :)
DeleteVá, æði, fiðrildin eru ómótstæðileg!
ReplyDelete