Top Social

nýr blogghaus

January 31, 2012

Ég var að gera nýjann haus á bloggið mitt um helgina. 

Leturgerðirnar eru svipaðar og áður, enda er ég bara voða sátt við það eins og Heiðbrá vinkona mín gerði, en finst það mikill kostur að geta breytt um mynd þegar ég vil, td eftir árstíð.

Í þetta sinn notaði ég mynd af hvíta skápnum og við hliðina á honum stendur bastkarfa á stól og geymir teppin á heimilinu...
og að sjálfsögðu var smellt af fleyri en einni mynd.. 


Þónokkuð hvítt, pínu brúnt og grátt,  og allt dáldið shabby


Hvernig finst ykkur annars blogghausinn?
Ég vildi hafa hann einfaldann og nota bæði gamalt velritunar letur og handskrifað, 
og svo er þá bara að gera undirskriftina líka :)







franskur fjallakofi

January 30, 2012
Ég er ekkert alveg búin með  innlitin í fjallbústaðina. Hér kemur einn enn, enda alveg verið rétta tíðin fyrir svona innlit, þar sem vetrur konungur nýtur sín hvað best... innanum fjallatinda og grenitré á björtum degi.

'I þetta sinn langar mig til að líta inn í glæsilegt fjallahús í frakklandi, sem er bæði hlýlegt og einstaklega glæsilegt.







ég fann myndirnar hjá nicety.livejournal.com
En þær koma frá art-decoration.dekio.fr


Svo bíða nokkur heimili eftir að við kíkjum inn, póstar sem bíða eftir að fá að komast að í mánudagsinnlitið, en er alltaf ýtt aftast í röðina til að hleypa svona fallegum fjallabústöðum að, enda enn janúar og því vel við hæfi.







sætur sunnudagur

January 29, 2012


Systurbörnin mín þau  Eva María og Árni Freyr eru í pössun hjá mér um helgina og í gærkvöldi tóku Eva Maria og Sæunn tengdadóttir mín sig til og bökuðu og skreyttu  möffins í öllum regnbogans litum, með bleikum skrautsykri og allt 


Þegar við vorum búin að borða morgunverð í morgun fengum við okkur svo kalda mjólk og sætar möffins...


 fallegu frændsystkynin brugðu  á leik fyrir myndavelina, en sá litli vildi ekki möffins en stilti sér upp eins og stóra systir... alveg endalaust krútt þessi engill
ég byrjaði hins vegar á því að fá mér hafrakex og ávaxtate
 og það myndaðist bara ágætlega líka.


nú ætla ég að fara að sinna fósturbörnunum
Vonandi eiga allir sætann sunnudag
kveðja;

kaffibollinn minn

January 28, 2012

ég sit inni í hlýjunni með kaffibolla og snúð og leik mér í photoscape,
nú skal föndrað við að gera nýja undirskrift og blogghaus.
Finst þetta ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur.






í snjónum í vikunni

ég fór út með myndavelina á miðvikudaginn og tók nokkrar myndir í snjónum...og það átti sko eftir að snjóa enn meira næsta dag.

Ég byrjaði nú á því að mynda kofann minn góða..
fyrst eina mynd að aftan,( en kofinn stendur að hluta til á pallinum)

og svo að framan.
og sjáið förin eftir hundinn minn sem elskar að hlaupa um í snjónum og þá liggur leiðin alltaf bak við stóra steininn hjá kofanum..

Má bjóða þér inn eða kanski sæti?

Svo var farið í göngutúr...
systir mín byrjaði á því að drösla barnavagninum sínum kl 10 um morguninn í mikilli ófærð og skafrenningi,  frá Heiðarhverfinu og nirðí bæ.. og það er bara nokkuð langt í svona færð.

Seinna um daginn fórum við svo og sóttum stóra strákinn hennar  á leikskólann og tókum góðann göngutúr í dásamlega fallegu veðri ..



 Það var svo gaman hjá mér og frændanum að myndavelin gleymdist næstum í úlpuvösunum.
En ekki alveg, því þegar við komum í gamla bæinn var ekki annað hægt en að mynda það sem fyrir augum bar, hvort sem það voru greinar trjánna að sligast undan þunga snjósinsí fallegri vetrarsólinni, eða gömlu fallegu húsin, sem voru eins og á jólakorti..









og hér er hús sem glittir í innanum trén..


og við stóðumst ekki mátið að mynda nokkur trágöng á Melteignum




 og kírkjan!
Það er fátt eins fallegt og kirkjan okkar í vetrarmynd.



Þetta er fallegi gamli brunnurinn við Brunnstíg...
og svo eru hér nokkrar götumyndir;










og svo nokkur tré í viðbót í lokin;







og með þessu gamla sjarmerandi hliði á Vallagötunni loka ég þessum pósti.
Enda öllum líklega orðið kalt við að skoða allar þessar vetrarmyndir
 (sem eru bæði mínar og sýsur minnar)





Kær kveðja

Auto Post Signature

Auto Post  Signature