Top Social

nýr blogghaus

January 31, 2012
Ég var að gera nýjann haus á bloggið mitt um helgina.  Leturgerðirnar eru svipaðar og áður, enda er ég bara voða sátt við það eins og Heiðbrá vinkona mín gerði, en finst það mikill kostur að geta breytt um mynd þegar ég vil, td eftir árstíð. Í þetta sinn notaði ég mynd af hvíta skápnum og við hliðina á honum stendur bastkarfa á stól og geymir teppin á heimilinu... og að sjálfsögðu...

franskur fjallakofi

January 30, 2012
Ég er ekkert alveg búin með  innlitin í fjallbústaðina. Hér kemur einn enn, enda alveg verið rétta tíðin fyrir svona innlit, þar sem vetrur konungur nýtur sín hvað best... innanum fjallatinda og grenitré á björtum degi. 'I þetta sinn langar mig til að líta inn í glæsilegt fjallahús í frakklandi, sem er bæði hlýlegt og einstaklega glæsilegt. ég fann myndirnar hjá nicety.livejournal.com En...

sætur sunnudagur

January 29, 2012
Systurbörnin mín þau  Eva María og Árni Freyr eru í pössun hjá mér um helgina og í gærkvöldi tóku Eva Maria og Sæunn tengdadóttir mín sig til og bökuðu og skreyttu  möffins í öllum regnbogans litum, með bleikum skrautsykri og allt  Þegar við vorum búin að borða morgunverð í morgun fengum við okkur svo kalda mjólk og sætar möffins...  fallegu frændsystkynin...

kaffibollinn minn

January 28, 2012
ég sit inni í hlýjunni með kaffibolla og snúð og leik mér í photoscape, nú skal föndrað við að gera nýja undirskrift og blogghaus. Finst þetta ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur. ...

í snjónum í vikunni

ég fór út með myndavelina á miðvikudaginn og tók nokkrar myndir í snjónum...og það átti sko eftir að snjóa enn meira næsta dag. Ég byrjaði nú á því að mynda kofann minn góða.. fyrst eina mynd að aftan,( en kofinn stendur að hluta til á pallinum) og svo að framan. og sjáið förin eftir hundinn minn sem elskar að hlaupa um í snjónum og þá liggur leiðin alltaf bak við stóra steininn hjá kofanum.. Má...

Auto Post Signature

Auto Post  Signature