ég fór út með myndavelina á miðvikudaginn og tók nokkrar myndir í snjónum...og það átti sko eftir að snjóa enn meira næsta dag.
Ég byrjaði nú á því að mynda kofann minn góða..
fyrst eina mynd að aftan,( en kofinn stendur að hluta til á pallinum)
og svo að framan.
og sjáið förin eftir hundinn minn sem elskar að hlaupa um í snjónum og þá liggur leiðin alltaf bak við stóra steininn hjá kofanum..
Má bjóða þér inn eða kanski sæti?
Svo var farið í göngutúr...
systir mín byrjaði á því að drösla barnavagninum sínum kl 10 um morguninn í mikilli ófærð og skafrenningi, frá Heiðarhverfinu og nirðí bæ.. og það er bara nokkuð langt í svona færð.
Seinna um daginn fórum við svo og sóttum stóra strákinn hennar á leikskólann og tókum góðann göngutúr í dásamlega fallegu veðri ..
Það var svo gaman hjá mér og frændanum að myndavelin gleymdist næstum í úlpuvösunum.
En ekki alveg, því þegar við komum í gamla bæinn var ekki annað hægt en að mynda það sem fyrir augum bar, hvort sem það voru greinar trjánna að sligast undan þunga snjósinsí fallegri vetrarsólinni, eða gömlu fallegu húsin, sem voru eins og á jólakorti..
og hér er hús sem glittir í innanum trén..
og við stóðumst ekki mátið að mynda nokkur trágöng á Melteignum
og kírkjan!
Það er fátt eins fallegt og kirkjan okkar í vetrarmynd.
Þetta er fallegi gamli brunnurinn við Brunnstíg...
og svo eru hér nokkrar götumyndir;
og svo nokkur tré í viðbót í lokin;
og með þessu gamla sjarmerandi hliði á Vallagötunni loka ég þessum pósti.
Enda öllum líklega orðið kalt við að skoða allar þessar vetrarmyndir
(sem eru bæði mínar og sýsur minnar)
Kær kveðja
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous